sunnudagur, júlí 24, 2011

Góðan og blessaðan daginn. Maja hér. Komin aftur eftir langa þögn til þess að skrifa út í tómið.
Margt og mikið hefur á daga mína drifið síðan ég skrifaði hér síðast. Mest og stærst er sennilega það að makinn er ekki lengur maki. Ekki minn allavega. Ætli hann verði ekki maki einhvers...
Nema hvað. Ég er fýr og flamme. Hress og kát. Hýr og rjóð. Stór og sterk.
Og ætla að fara að vera duglegri við að skrásetja hugleiðingar mínar því það getur verið svo gott að lesa þær seinna. Sérstaklega fyrir minnislausa eins og sjálfa mig.
Smá hint svona í lokin... lífið er yndislegt og spennandi og ég er stanslaust að uppgötva nýja hluti. Ýtt hefur verið á týnda takka og sumarið er tíminn...