þriðjudagur, ágúst 09, 2011

Nú er ég komin svo ofsalega úr þjálfun að ég gleymi síðunni. Sem er synd.
Annars er lífið bara yndislegt. Man ekki hvort ég var búin að segja það. Stanslaus fiðringur í maga yfir því sem gæti gerst og mun gerast en ég veit ekki ennþá. Sólin skín og ég er alltaf að eignast gamla vini upp á nýtt og rifja upp hver ég var og er. Stundum horfi ég bara upp í himininn eða á trén og get ekki annað en brosað yfir því hvað þetta er nú allt frábært. Það er undarlegt hvað er hægt að lifa lengi í bölvaðri þoku en líka svo magnað þegar þokunni léttir og allt í kring er gleði og fegurð. Nú hljóma ég sennilega eins og trúboði eða brjálæðingur...en ég get ekki að þessu gert. Það er svo gaman að vera til. Þess vegna skil ég ekki alveg hvers vegna ég er að drepast úr vöðvabólgu... en hey, hvað er vöðvabólga á milli vina? Ekki rassgat.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

When I originally left a cοmmеnt I appеar to have
clicκed the -Notify mе when new commеnts аre added-
checkboх аnd from now on eaсh time а comment
іs added I get four emails with the exаct same comment.
Ρeгhaρs therе іs an easy method you are able to
remove me fгοm that ѕervicе?
Μany thanks!

Heге iѕ my homеρage what is hcg diet