laugardagur, desember 16, 2006

jæja þá.
það er farið að sjást í endann á ,,að gera" listanum. nú á ég bara eftir að kaupa jólagjafir, pakka þeim inn, skrifa og senda jólakort, klára að gera fínt, taka á móti útlendingunum og halda jól. já og fara að horfa á fm belfast.
kökusneið.

ég las flugdrekahlauparann um daginn. mér þykir hún góð.
ég er samt ekki nærri því eins dugleg við að lesa og ég vildi vera.
ég er ekki nærri því eins dugleg við margt og ég vildi vera. hmmm.....
ég er ekki nógu dugleg við að læra að elda mat og nota uppskriftir til að fá smá fjölbreytni í matseðilinn.
ég er ekki nógu dugleg við að fara í leikhús.
ég er ekki nógu dugleg við að skrifa og lesa.
ég er ekki nógu dugleg við að vera uppfinningasöm og skemmtileg mamma.
ég er ekki nógu dugleg við að skipuleggja draslið í kringum mig.
ég er ekki nógu dugleg við að sýna ást og umhyggju.
ég er ekki nógu dugleg við að hringja í fólk.
ég er ekki nógu dugleg við að bjóða fólki í heimsókn eða mat.
ég er ekki nógu dugleg við að fylgjast með fréttunum og hafa skoðun.
ég er ekki nógu dugleg við að læra nýja hluti.
ég er ekki nógu dugleg við að fara í líkamsrækt eða sund.
ég er ekki nógu dugleg við að heimsækja ömmu mína.
ég er ekki nógu dugleg við að skrifa fólki bréf eða tölvupóst.
ég er ekki nógu dugleg við að borða ávexti eða drekka vatn.
ég er ekki nógu dugleg við að nota krem og dunda mér við líkamlega umhirðu.
ég er ekki nógu dugleg við að taka ákvarðanir og fylgja eigin sannfæringu.
ég er ekki nógu dugleg við að vera sannfærð um eitt né neitt.
ég er ekki nógu dugleg við að reyna að vera skapandi.
ég er ekki nógu dugleg við að fara snemma að sofa og snemma á fætur.

hinsvegar er ég dugleg við að finna allt það sem ég er ekki dugleg við.
svo er ég dugleg við að tja..... sofa, borða, reyna að kenna fólki og vera í góðu skapi.
það hlýtur að gilda eitthvað...
ég er líka rosalega góð í að bakka í stæði og keyra almennt. já...og
ég er góð í að bulla og blaðra.
ég er góð í að hitta vinkonu mína samkvæmt stundaskrá.
ég er góð í að velja nammi í bónus og bragðaref í ísbúðinni.
ég er góð í að synda og gera magaæfingar.
ég er góð í að horfa á bíómyndir.
ég er góð í að sjá jákvæðu hliðarnar á ýmsu.
ég er góð í að nudda.

jújú svei mér þá...þetta er allt í lagi. (nú skrifaði ég óvart legi áður en ég fattaði það og leiðrétti þetta fraudian slip)

einhverra hluta vegna leitar hugur minn alltaf innávið þessa dagana þegar ég sest niður og reyni að hugsa. einhverskonar þreifingar í gegnum svona sjálfsmyndarkrísu sem sest í andlitið á mér þar sem ég ligg afvelta af sjónvarpsglápi, nammiáti og kókdrykkju. svipuð tilfinning og ég fæ eftir að lesa bækur eða blogg eftir fólk sem mér þykir óhemju hugmyndaríkt, fyndið, klárt og spennandi í sínu áhugaverða lífi.
ætli ég fái ekki andlegu komplexana eftir það. hina líkamlegu eftir að horfa á fallegt fólk í imbakassanum.

ég er haldin andlegri anorexíu.

Engin ummæli: