föstudagur, júlí 03, 2009

búin að fara til tyrklands í húsmæðraorlof. hel-tönnuð í drasl.
þar var gaman. konur með slæður, klístraðir karlar, góður matur, mikill hiti, epli og kappúchínó í vatnspípum, óþægilegar flugferðir, sigling til grikklands, heimsókn í þorp, tannlaus kona að vefa teppi, gaur sem heitir enginn og lærði að telja uppí tíu og segja takk. líka á grísku. takkið sko, ekki tölurnar.

og svo kom ég heim í hitabylgjuna. ræktaði tannið á austurvelli í dag og heimilið er fullt af mexíkönskum unglingum þessa dagana. bræðrasynir makans til að vera nákvæm. hér er sofið í sófum og öll rúm eru fullhlaðin. sem er fínt í svolítinn tíma. annar unglingurinn sló síðburðinn út í tal-magni og einmitt þessa stundina sit ég og nýt þagnarinnar sem ég hafði ekki heyrt lengi, á meðan strollan svamlar í laugardalslaug.
við erum búin að ganga á fjöll, synda í fossi, tékka á ýmsum sundlaugum og borða ógrynnin öll af pylsum.

blogg jú leiter.

Engin ummæli: