fimmtudagur, október 15, 2009

er komin með armbandið. sá reykjavík! í gær og svo skrýtna svíahljómsveit sem innihélt svarta bakraddasöngkonu í undarlegum fíling og söngvara sem var svolítið eins og michael jackson og prince hefðu eignast barn saman. ekki gott.
en ég fór samt snemma að sofa, enda samviskusöm mjög í kennarastarfinu...hehe...

er ég að fara að flytja?
já kannski.
hvenær kemur það í ljós?
mjög fljótlega.
nenni ég að mála?
neibb.
ætla ég að flytja langt ef ég flyt?
uuu...nei, eins og hálfan kílómeter í burtu eða styttra.
kann ég að spila á gítar?
tja, mjög lítið en er stolt af því litla sem ég ,,kann".

Engin ummæli: