loftbylgjurnar búnar, vetur genginn í garð á dagatalinu og komin rót í hárið. gangur tímans.
við erum líka bæði búin að kaupa og selja. og þá er ég að tala um húsnæði. byrjum svo hasarinn á sunnudaginn, en þá fáum við nýja staðinn í hendurnar. og þá þarf að mála og bera kassa og bera húsgögn og rífa teppi og pússa fjalir og...og... ég er orðin þreytt bara af því að hugsa um allt sem þarf að gera. æi ætli ég hætti ekki bara við eftir allt. þetta er svo mikið vesen.
ætli ég verði ekki bara veik í kvöld af álaginu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli