föstudagur, nóvember 20, 2009

í dag fer ég snemma heim úr vinnunni, enda búin snemma á föstudögum. þá bara dæli ég upplýsingum í liðið og þar sem ég er enn að flytja mun ég svo drífa mig heim og heim til að pakka niður og mála meira og allt þetta sem ég þarf að gera til að geta hætt á búa á tveimur stöðum í einu. sem er leiðigjarnt til lengdar.
en þess vegna geri ég ekkert fleira í dag. ekkert nema flytja á ég við. engin rólegheit til að spila á gítarinn minn, dunda mér við að skrifa tölvupósta eða neitt svona skemmtilegt. enginn friður.
en í staðin verð ég stolt af sjálfri mér á morgun þegar ég skála við vini og vandavini á karömbu fyrir sjötugsafmæli mínu og makans. þá mun ég eiga slíka pásu skilið. skilna. skilaða. skilurðu?

en semsagt... ég er farin heim. tíminn er á þrotum. ég er að niðurlotum - komin. heima við krotum og okkur dauðrotum á meðan við potum húsinu í stand. frjáls undan votum skotum.

góða helgi essgan.

Engin ummæli: