hananú. þarf að skipta tveimur gjöfum. fékk illt í magann af kínverskum mat í gær. tapaði í popppunkti og fór of seint að sofa eins og ég hef aulast til að gera hvern einasta dag frísins. sem er svosem gott og blessað að ýmsu leyti, mætti vera betra að öðru leyti. mig langar í lífsklukku sem vekur mig hægt og rólega með dagsbirtuhermi sem smýgur inn í merg og bein og vekur líkama minn áður en ég vakna alveg endurnærð á líkama og sál en ekki súr, örvinda og syfjuð eins og ég virðist vera þegar mestallur dagurinn er nótt.
svei mér þá ef þetta er ekki fyrsta árið sem ég tek eftir því að skammdegið hafi í raun áhrif á skapið og klukkuna í mér. og í fyrsta skipti hef ég spurt fólk útí þetta vandamál og í fyrsta skipti hef ég komist að því að flestum þykir bara drullu erfitt að rífa sig uppúr rúminu þegar dagarnir eru svona þunglamalegir.
einhvernvegin fór þetta alltaf framhjá mér, enda hef ég kannski ekki endilega verið þekktust fyrir að vera í óskaplegum tengslum við eigin líkamsstarfsemi og andlegt ástand. það hefur meira verið mömmu deild að tengja síkósómatíkina og jingið og jangið og allt það stöff. ég hef bara einhvernvegin verið.
hér með tel ég ákveðnu þroskastigi náð og þetta þroskastig hyggst ég taka með mér inn í nýja árið.
sem minnir mig á það... hvað í andskotanum ætlar fólk að gera á gamlárs? einhvernvegin heyrist mér að allir séu að fara að gera bara eitthvað og enginn viti alveg hvað það verði. eða er það bara í mínu umhverfi?
svei mér þá ef mig vantar ekki að fara að búa til míns eigins hefðir og hætta að stóla á annarramanna stöff.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli