þriðjudagur, júlí 11, 2006

jæja, þá er mín aftur komin til mexíkó og sosum allt gott um það að segja. einhverra hluta vegna hefur þó verið skýjað síðan ég kom, svo virðist sem ég hafi komið með skýin með mér. það er samt hlýtt og gott.
það var líka gott að hitta litlu familíuna mína þó svo að það hafi líka verið gott, holt og nauðsynlegt að fá smá frí. ég var hreinlega búin að gleyma því hvernig er að vera ein án þess að þurfa að hugsa um neitt annað fólk. það ætti að vera í lögum að mæður og makar fái amk viku á ári í orlof einhverstaðar þar sem enginn nær til þeirra. svo kemur fólk endurnært og afslappað tilbaka tilbúið til að takast á við meiri skammt af raunveruleika hversdagsins.
jemm... hananú

Engin ummæli: