föstudagur, júlí 07, 2006

ókey, ef það er ennþá einhver þarna úti vil ég vinsamlegast biðja ykkur um álit.
semsagt...ég keypti íbúð. henni fylgdi leigjandi með samning til 1.júlí. hún bað um að fá að vera eins lengi og mögulegt væri og ég bauð henni að vera til 1.ágúst. hún hafði greitt tvo mánuði fyrirfram í tryggingu í upphafi sem ég fékk afhenta og við sömdum um að sá peningur færi uppí leigu fyrir júní og júlí.
þann þrítugasta júní hringdi hún í mig og sagðist vera að flytja út og að hún ætlaði að láta mig hafa lyklana eftir helgi. núnú, gott og vel sagði ég og hugsaði mér gott til glóðarinnar með að flytja dótið mitt inn áður en ég fer aftur út núna á laugardaginn... svo líður og bíður.
í dag hringdi ég í hana til að tékka og þá tilkynnti hún mér að íbúðin væri svotil tóm fyrir utan tvo kassa. svo vildi hún fá að vita með endurgreiðsluna á tryggingunni, en hún hefði nú velt fyrir sér að láta mig ekki hafa lyklana fyrr en ég hefði borgað. (sagði að þetta væri ekkert persónulegt en hún gæti varla treyst fólki sem hún þekkir ekki)
ég er nú einhvernvegin þannig karakter að ég fer alltaf í mínus og segi já við öllu þegar ég lendi í ákveðnum týpum af fólki sem gerir mig stressaða. þessi er ein af þeim.
en svo eftir að hafa skellt á fór ég að hugsa... af hverju þarf ég að borga henni til baka þegar hún fer út án uppsagnarfrests? (mér skilst að munnlegur samningur teljist sem ótímabundinn samningur sem þarf amk 3 mán. uppsagnarfrest). af hverju þarf ég að borga henni til baka fyrir mánuð sem hún hafði samþykkt að leigja en ég hefði getað leigt öðrum þennan mánuð ef ég hefði vitað að hún færi? af hverju drífur hún ekki út þessa tvo fjandans kassa svo ég geti fengið íbúðina strax? (ég er búin að segja henni að ég sé að fara út á laugardaginn og þurfi tíma til að athafna mig). af hverju verð ég alltaf eins og aumingjakleina þegar sumt fólk talar við mig og er ákveðið? hvernig get ég aftur gert lífið einfalt og gleðilegt eins og það var áður en hún hringdi í mig? og hvernig get ég leyst þetta án þess að þurfa að hitta hana og líða illa?
(já og hún var semsagt búin um síðustu mánaðarmót að skrá hita og rafmagn af íbúðinni á mig þó svo að tæknilega séð væri hún enn leigjandi og sá kostnaður var ekki hluti af tryggingunni).

hjálp!

Engin ummæli: