fimmtudagur, ágúst 24, 2006

er að hlusta á eddie skoller syngja what did you learn in school today.
eintóm hreinasta snilld, en ég er ekki alveg að átta mig á því hvað varð um indverjann sem sagði no rice and curry, but lots of peanutbutter and jam. eitthvað soleis.

annars er það að frétta að ég þjáist af bloggleti eins og sjá sosum má undanfarið. ég er hreint ekkert að brillera á ritvellinum. er samt almennt ánægð með lífið og tilveruna. þjáist ekki af þunglyndi né nokkru slíku. er frekar þekkt fyrir léttlyndi ef eitthvað er.

mig langar í dansskóla. ég kann að dansa beisik salsa og er fín í merengue en væri alveg til í að læra meiri hristing og djöfulgang.

nema hvað. þarf víst að vinna...

Engin ummæli: