þriðjudagur, ágúst 01, 2006

nú er verið að undirbúa heimför. kaupa dótarí og svoleis.
verst að andrés, sá sem lenti í öðru sæti í forsetakosningunum er að gera mér erfitt fyrir.
þannig er nefnilega mál með vöxtm að hann er ekki sáttur við útkomuna og segir kosningarnar hafa verið svindl. fylgjendur hans hafa hlýtt kalli karls og hafa sett upp tjaldbúðir hirst og her um helstu stræti borgarinnar þannig að nú er þessi múltimilljónmannaborg í kaos, enginn kemst neitt, metro að sprengja utanaf sér og við erum ef svo mætti kalla, gíslar á heimilinu. eins gott að gísli kom ekki með.
ég sem ætlaði í miðbæinn í innkaupaferð. þar er nú fólk sofandi á götunum og það sem áður hefur tekið okkur 20 mínútur að keyra tekur nú einn til tvo tíma, og þá verður ekki einusinni hægt að leggja nálægt áfangastað. svona virðist ástandið ætla að verða út vikuna.
bölvaðir vitleysingar. margir eru farnir að sjá eftir að hafa kosið hann. ég sæi eftir því hefði ég getað kosið og hefði ég í því tilfelli kosið hann.

nú er ég farin að henda útrunnum lyfjum úr meðalaskúffu tengdapabbans. svona til að hann fari ekki að drepa sig á þessum andskota blessaður karlinn.

Engin ummæli: