miðvikudagur, september 27, 2006

ég hef aldrei farið nálægt kárahnjúkum. var að kenna í gærkveld þegar fólk elti ómar niður laugaveginn. samviska mín þjáðist einhverra hluta vegna. einvhernvegin getur mér ekki verið alveg sama þó svo að sökkt verði stað sem ég myndi hvort eð er sennilega aldrei sjá. aldrei að vita þó. héðanaf verður amk lítið úr því að ég fái að sjá hann í framtíðinni. þegar ég verð stór og þroskuð og dugleg að kynnast landinu mínu. stjórnvaldafyrirbærið pirrar mig. af hverju hefur mannskepnan valið þetta samfélagsform yfir sig? getum við ekki breytt því héðanaf? ef eitthvað er rótgróið er það þá staðfesting á því að það sé best og að ekkert annað gáfulegt sé til? hvernig er hægt að breyta þessu ástandi þannig að við andlitslausi fjöldinn getum losað okkur undan duttlungum fárra valdamikilla aðila sem hafa of mikið að segja um líf okkar allra í heiminum?
svona hlutir pirra mig og láta mér líða sem máttvana skræfu. máttleysi, það er orðið.

Engin ummæli: