fimmtudagur, september 07, 2006

nú sit ég hér og glápi á súpernóva. veit reyndar ekki alveg af hverju. ætli ég hafi ekki bara látið sópast með í múgæsingnum. þó má ég eiga það að ég hef ekki vakað frameftir í eitt einasta skipti vegna þess að ég sé hreinlega ekki tilganginn með því að eyða mínum dýrmæta svefntíma í svona sjónvarpsefni. ég hef fylgst með endursýningunum svona hva... síðustu 3 skipti og viðurkenni alveg að ég hef gaman af. ég byrjaði að sjá þessa þætti auglýsta og sá brot og brot þar sem ég var stödd í mexíkó í sumar, en hafði lítinn áhuga þangað til ég var farin að upplifa mig eins og geimveru á vinnustað þar sem fólk mætir ótrautt til vinnu eftir þriggja tíma svefn sökum áhorfs og kosninga. ætli ég myndi ekki gera það sama væri ég eiginkona, vinkona, frænka, systir, móðir eða dóttir þessa blessaða magna, en þar sem ég er bara gaur úr breiðholti sem hefur aldrei hlustað á síðan skein skítamórall á sál sólarinnar eða hvað hún nú heitir hljómsveitin hans, finn ég fyrir óskaplega litlum tengslum við drenginn. óska honum þó velgengni og allt það... þjóðernis eitthvað...
vonandi verður netið komið í vinnuna á morgun.

Engin ummæli: