mánudagur, febrúar 26, 2007

ég fór á árshátíð á laugardaginn. ég sagði eiganda nýsis ömurlegan brandara. nú er ég fegin að hafa hvorki kynnt mig né sagt honum hvar ég vinn. hjúkket.
ég dansaði líka þangað til iljarnar á mér sprungu og er enn í dag að jafna mig í kálfunum. það var gaman. að dansa sko. ekki að vakna með fótaverki.
svo andaði ég að mér stærðfræðiprumpi. það lyktaði illa. að lokum endaði ég á efri hæðinni á dubliners ásamt konu stærðfræðiprumparans.
efri hæðin á dubliners. það er saga útafyrir sig. meira helvítis skíta fyllibyttu dópista subbu rusla draslara ógeðs sora viðbjóðs ólukkans rudda drullupleisið maður.
ég var ekki fyrr sest niður en maður að nafni sveinn settist á vinstra lærið á mér. svo mjakaði hann sér niður af því og tók utanum mig. ,,rooosalea ertu migikrúdd... eiumiða fara heimtil mín ea þín?" bara hvorugt sagði ég en sveinn gafst ekkert upp. ,, áhkuru vildeggi láta elskaðig? þúeis a ér sædasti gaurinnéddninni og þú ert algjör krúsídúla, vildeggi soví örmunum á mér?" nei takk sagði ég bara. en ég held að sveini hafi heyrst ég segja ,,bíddu aðeins, þú skalt fyrst reyna við mig með lúalegum pikköpp línum í einsog klukkutíma í viðbót og halda utanum mig eins og ég væri konan þín áður en við förum heim til mín að ríða". allavega hegðaði hann sér eins og ég hefði sagt það.
nú og svo horfði ég uppá ógeðslega fulla konu yfir fertugu láta lítinn sköllóttann rudda sleikja á sér hálsinn á meðan hún horfði þokukennd í augu annars skíthærðs manns sem gat varla beðið eftir að negla hana. svo fann ég 3500 kall í vöðli á gólfinu og það hjálpaði mér vissulega til að komast yfir mesta menningarsjokkið. þetta er einmitt staður þar sem fólk hættir frekar til að missa peningana á gólfið án þess að taka eftir því. sem er gott mál fyrir þá sem finna...jújú sosum.
þegar ég losnaði út af staðnum var það fyrsta sem ég sá fyrir utan lögreglubíll, þessi stóra týpa, og hálf innum bílgluggan á spjalli við lögguna var kvenmaður á óræðum aldri, klædd eins og væri hún nýstigin af einhverri alræmdri vændiskvennagötu í stórborg (alls ekki eftir veðri). þvílíkt og annað eins hef ég aldrei áður séð á íslandi. dyravörðurinn sá á mér undrunarsvipinn þegar ég steig út og hann hnippti í mig og sagði ,,hún er alltaf að vinna hér í kring...þú ímyndar þér ábyggilega við hvað"... jasso. gott ef mér duttu ekki bara nokkrar dauðar lýs úr höfði.
mikið hef ég alltaf verið græn.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

ég er eitthvað geðveik.
ég skrifaði epli með tveimur péum!
reyndar afsaka ég mig með því að það virkar alveg lógískt fyrir fólk sem er ekki að hugsa sérstaklega um stafsetningu við skriftir en veit í undirmeðvitundinni að sama blásna hljóð og er í epli er td. í heppinn, hnappur og toppur þó svo að ekki séu fleiri pé þar á ferð. hinsvegar á þetta eina eplapé fátt sameiginlegt einu péi í orðum eins og tapa, sápa, plús eða kapall. reyndar má finna blásna hljóðið í kaplaskjólum en þar er hvort eð er enginn að leita.

það er nú aldeilis margt skemmtilegt og fræðandi í kýrhausnum. seisei

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

nú er ég alveg makalaus. hann flaug til stóra epplisins í gær. ég hringdi í hann á hótelið í gærkveld/nótt svo að hann yrði glaður og ekki einmana.
þetta var víst ansi krömmí flugvallarhótel og dónalegt starfsfólk. sem hann mátti ekki alveg við eftir að hafa verið yfirheyrður á flugvellinum.
svo virðist sem hann eigi nafna sem er eitthvað að gera af sér. minn maður flaug semsagt í gær með maga- og bakverki yfir hafið. svo stóð hann í röð í langan langan tíma til að komast í gegnum vegabréfaeftirlit. þegar röðin kom loksins að honum var honum vippað inn í herbergi þar sem tveir ljótir og pirraðir og dónalegir kallar spurðu hann hranalega hvort hann hefði setið í fangelsi, hvort hann hefði selt dóp, hvurn andskotann hann væri að gera með íslenskt vegabréf verandi mexíkani, hvað hann hefði eiginlega verið að gera til palestínu árið 2002 og næstum því hvort hann hyggðist drepa einhvern, sprengja eitthvað eða selja dóp á þessum hva, 10 klukkustundum sem hann ætlaði að eyða í nágrenni flugvallarins áður en hann ætti næsta flug til föðurlands síns.
makanum mínum var ekkert of vel við bandarísk yfirvöld áður en hann lagði af stað. núna hatar hann þau eftir að hafa upplifað flugvallarhroka, að mega ekki spyrja án þess að þaggað væri niður í honum og að talað væri niður til hans. hann upplifði sig greinilega sekan uns sakleysi væri sannað. það er hættulegt viðhorf.
nú og svo að lokum þegar ekkert fannst í dótinu hans eða í höfðinu hans prumpaði einhver mjög ótrúverðugum afsökunarbeiðnum að honum áður en honum var hleypt skjálfandi á beinunum út af skrifstofunni.
þetta er í annað sinn sem hann lendir í yfirheyrslum. hitt skiptið var þegar ísraelsmenn vildu ekki hleypa honum útúr landinu sínu með vídeó sem hann hafði tekið af palestínskum börnum á spítala, hrundum húsum og þjáningu.
sem betur fer hafði hann sent mér spólurnar í pósti...hehe...
það er nú svo og svo er nú það.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

nú verð ég hér með ljóð og læti
ætl'að ljá mér meiri tíma
síðan kannski fá mér sæti
og sýna að ég kunn'að ríma
eða ekki...

þetta hugsaði ég óvart í gærkveld þegar ég gat ekki sofnað... (vona að ég valdi ekki aulahrolli)

í banka hún vann við að skúr'ann
og kallinn fékk djobb við að múr'ann
en fyrir þau störf
fannst engum nein þörf
að bjóða þeim á Duran Duran.

nú vil ég ei framar ljóð semja
því siggi hann fór bar'að emja
það kom mér í koll
hann fékk aulahroll
og fíflið svo vildi mig lemja.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

jæja nú er ég alveg til í að fara að verða milljarðafræðingur. nei ég meina mæringur. ekkert vit í því að vera milljarðafræðingur, enda eflaust láglaunastarf. en ég er byrjuð að plana að verða milljarðamæringur og þá ætla ég að gera svo margt skemmtilegt.
ég ætla að byrja á því að kaupa mér sætt og fínt hús sem er með herbergi fyrir alla, klósett á þægilegum stað (ekki tveimur hæðum fyrir neðan svefnherbergið tildæmis), garð sem snýr í átt að sólinni og eigið bílastæði. svo ætla ég að kaupa mér annað eins hús í le mexique og kannski sæta íbúð í parís. þá ætla ég að innrétta allt heila klabbið þannig að það verði þægilegt og kósí. þarnæst langar mig að kaupa risastórt hús í mexíkóborg og ráða þangað fólk til að passa og kenna og vera góð við öll börnin sem búa á götunni og/eða eru munaðarlaus. ætli ég myndi ekki reyna að láta þau búa til fyrirtæki þannig að þau lærðu að skapa verðmæti sjálf fyrir sig sjálf. og þar sem þetta verkefni mun ganga með ólíkindum vel ætla ég í framhaldi að búa til fleiri svoleiðis hús annarstaðar. ekki svona breiðuvíkurhús heldur góð hús. svo myndi ég fara í allsherjar heimsreisu og heimsækja öll lönd í heimi (nema þar sem er hættulegt að vera)
nú eftir það myndi ég kaupa mér kokk og einkaþjálfara og útlitshönnuð og nuddara og svo myndi ég biðja tomma tannlækni um að laga leiðinlega jaxlinn í eitt skipti fyrir öll. já og svo myndi ég láta eyða endanlega öllum líkamshárum sem þvælast fyrir mér. kannski myndi ég líka ráða einhvern til að skjóta runna bandaríkjaforseta.
en þetta er bara það sem ég myndi gera fyrir mig. þá er óupptalið það sem ég myndi gera fyrir fólkið mitt, en ég get ekki talið það upp því ég veit ekki hvað þau vilja.
ég spyr þau bara þegar að því kemur...

sunnudagur, febrúar 11, 2007

mamma mamma mamma mamma sjáðu sjáðu mig mamma sjáðu mig ha sjáðu mamma ég er í keppni viltu koma í keppni þetta er keppni ha mamma sjáðu þetta er keppni mamma ha.
rapptónlist, þulur lýsir körfuboltaleik og áhorfendur klappa í playstation.
bla bla bla bla....tónlist.... bla bla...á ensku á discovery.
mamma komdu sjáðu mamma mamma mamma mamma.

er von að ég nái ekki að einbeita mér?

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

í gær kom ég heim eftir að hafa eytt nótt í skíðaskála þar sem ég var fullorðni gaurinn innanum góðan slatta af unglingum og nokkrum um og yfir tvítugt.
liðið var ælandi á gólfið, ríðandi í geymslum og hendandi poppi um allt á milli þess sem þau duttu upp og niður stiga í ölvun sinni.
djók
þetta var mjög gaman og allir voða góðir og fínir. spilað á gítar og spil og ég vann ekki í trivial í þetta sinn. stóð mig samt vel. einhverjir sungu þrátt fyrir að singstar tækið hefði verið látið liggja ónotað allan tímann. sumir spiluðu ólsen, aðrir slúðruðu úti í horni og kannsi hefur einhver reynt við einhvern, ég er samt ekki viss því ég sá það ekki. nú og svo voru stundaðar heimspekilegar vangaveltur um nám, bókmenntir og tilveruna almennt og svo fóru allir að sofa. frekar seint en á einhverjum tímapunkti þykist ég viss um að enginn hafi verið vakandi.
ég veit ekki betur en að allir hafi komist heilir á húfi heim og þeim sem lesa þetta af þeim sem fóru vil ég bara þakka fyrir skemmtilega ferð. hinum sem lesa vil ég segja að við þurfum voða litlar áhyggjur að hafa af unglingum í dag. þetta er drullufínt lið.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

hún á afmælí dag
hún á afmælí dag
hún á afmælún litla systir mín sem ég kalla stundum brother louie
hún á afmælí dag

hipp hipp húrra (4x)

laugardagur, febrúar 03, 2007

obbosí. nú er ég óvart pakksödd og er á leið í matarboð.
það er svona svolítið eins og að þurfa að pissa um leið og maður stígur uppí klósettlausa rútu á leið í langferð.
eða eins og að mæta loðinn í sund og fatta að maður gleymdi rakvélinni.
eða eins og að standa upp í fermingarveislu og vita ekkert hvað maður á að segja.
eða eins og að mæta í jólainnkaupin í kringluna og fatta að maður er í skónum sem valda hælsæri.
eða eins og að byrja að segja langan brandara og verða smám saman meðvitaður um að þú hefur sagt þessu sama fólki þennan sama brandara.
eða eins og að mæta í voða fínt boð og fatta að þú ert í ómögulegum fötum sem passa ekki á þig.
eða eins og að tja.... vera búin að drulla uppá bak.

einhvernvegin svoleiðis líður mér núna....