laugardagur, febrúar 03, 2007

obbosí. nú er ég óvart pakksödd og er á leið í matarboð.
það er svona svolítið eins og að þurfa að pissa um leið og maður stígur uppí klósettlausa rútu á leið í langferð.
eða eins og að mæta loðinn í sund og fatta að maður gleymdi rakvélinni.
eða eins og að standa upp í fermingarveislu og vita ekkert hvað maður á að segja.
eða eins og að mæta í jólainnkaupin í kringluna og fatta að maður er í skónum sem valda hælsæri.
eða eins og að byrja að segja langan brandara og verða smám saman meðvitaður um að þú hefur sagt þessu sama fólki þennan sama brandara.
eða eins og að mæta í voða fínt boð og fatta að þú ert í ómögulegum fötum sem passa ekki á þig.
eða eins og að tja.... vera búin að drulla uppá bak.

einhvernvegin svoleiðis líður mér núna....

Engin ummæli: