miðvikudagur, febrúar 07, 2007

í gær kom ég heim eftir að hafa eytt nótt í skíðaskála þar sem ég var fullorðni gaurinn innanum góðan slatta af unglingum og nokkrum um og yfir tvítugt.
liðið var ælandi á gólfið, ríðandi í geymslum og hendandi poppi um allt á milli þess sem þau duttu upp og niður stiga í ölvun sinni.
djók
þetta var mjög gaman og allir voða góðir og fínir. spilað á gítar og spil og ég vann ekki í trivial í þetta sinn. stóð mig samt vel. einhverjir sungu þrátt fyrir að singstar tækið hefði verið látið liggja ónotað allan tímann. sumir spiluðu ólsen, aðrir slúðruðu úti í horni og kannsi hefur einhver reynt við einhvern, ég er samt ekki viss því ég sá það ekki. nú og svo voru stundaðar heimspekilegar vangaveltur um nám, bókmenntir og tilveruna almennt og svo fóru allir að sofa. frekar seint en á einhverjum tímapunkti þykist ég viss um að enginn hafi verið vakandi.
ég veit ekki betur en að allir hafi komist heilir á húfi heim og þeim sem lesa þetta af þeim sem fóru vil ég bara þakka fyrir skemmtilega ferð. hinum sem lesa vil ég segja að við þurfum voða litlar áhyggjur að hafa af unglingum í dag. þetta er drullufínt lið.

Engin ummæli: