fimmtudagur, nóvember 22, 2007

í heiladoða mínum eftir heilan dag við ferilmöppugerð og ritgerðarskrif fór ég á klósettið. sem er svosem ekki í frásögur færandi.
nema hvað... þar sem ég sat þarna með dofið augnaráð, hárið úfið og buxurnar á hælunum datt mér í hug glænýtt orð. ég vona svo sannarlega að það nái fótfestu í orðaforða íslendinga og komist að í orðabókum, enda fallegt orð.
það gerðist þannig að ég byrjaði að undirbúa mig undir skeiningu og greip í endann á neðsta blaði klósettrúllunnar. en það rifnaði af. ég greip í næsta blað, en það rifnaði af líka. og svona hélt þetta áfram, pappírinn rifnaði bleðil fyrir bleðil og ég náði bara litlum bunka í staðin fyrir upprúllu eins og ég er vön. og þá sló það mig. klósettpappírinn var rifnæmur. rifnæmur...finnst ykkur það ekki fallegt orð? ég sé ekki hvað nýyrðanefnd gæti mögulega sett útá það. og svo getur fólk farið að venjast notkun þess. til dæmis næst þegar þið farið út í búð að kaupa klósettpappír getið þið sagt stundarhátt ,,ég ætla sko ekki að kaupa þennan rifnæma pappír. láttu mig heldur fá þennan sterka og þykka" og þannig mun orðið breiðast út þar til allir nota það.
úff hvað ég er hrifnæm í dag.

Engin ummæli: