mánudagur, nóvember 12, 2007

þetta er allt að koma. dótið okkar á leið í hús og engin kvörtun enn komin frá tollinum um bílinn. okkur vantar bara internet...

ég er búin að átta mig á því að til þess að fá góða og fljótlega þjónustu á opinberum skrifstofum og svona bjúrókrasíu og því, er best að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað. það getur t.d. verið gagnlegt að leitast við að verða afgreiddur af karlmönnum (að því gefnu að ég sé kvenkyns auðvitað). mikilvægt er að hætta ekki að brosa á meðan sést til þín. smá klaufaskapur og stór undrunaraugu hjálpa til við að fá extra góða afgreiðslu. svo þegar hlutirnir eru alveg að verða tilbúnir og vantar bara lokahnykkinn skemmir ekki að fá örlítinn daðurglampa í augun, bara svona til þess að menn leggi sig alla fram við að gera þig glaða.
kvenkynsafgreiðslufólk afgreiði ég með öðrum hætti. brosið breytist ekki, en í stað klaufans/daðrarans set ég upp vinkonuna sem skilur svo vel hvað hún er að ganga í gegnum við að standa í þessu öllu saman. gvuð, já...alveg magnað hvað þessi tollur gerir manni erfitt fyrir...haaa....kannast viððetta vinkona....
ef konurnar eru þessi þurra týpa sem finnst maður ekkert krúttlegur er best að vera bara hreinn og beinn, ekkert of mikið að reyna að vera fyndin en lauma þó inn stöku brosi þegar hún lítur upp og segir eitthvað gagnlegt. mikið þakklæti mýkir oft upp samskiptin.
þegar fara þarf með bílinn í skoðun mæli ég með kvenlega klaufadaðraranum. ef bíllinn flýgur ekki í gegnum skoðunina er amk hægt þannig að fá bestu mögulegar upplýsingar um ódýrustu og einföldustu leiðina til að redda málunum. einn bauð mér meira að segja heim til sín þar sem hann lagaði bremsuljósin fyrir skít og kanil.

jamm... ég er að verða ansi góð í fólki...

Engin ummæli: