laugardagur, nóvember 17, 2007

í gær fór ég í æfingakennslu og íha eins og kúrekarnir myndu segja. það var svitavaldandi reynsla. ég hafði verið voða dugleg að útbúa kennsluáætlun uppfulla af fjölbreyttum kennsluaðferðum í samræmi við fjölgreindakenningu gardners og fleira svona fansí pansí dót. til að gera langa sögu stutta get ég sagt að ég hefði alveg eins bara punktað hjá mér tveggja tíma bardagaplan. skóli án aðgreiningar er ekkert grín. ég var í mestu vandræðum með að velja hvort ég ætti að eyða kröftum mínum í stelpurnar og þá fáu stráka sem voru að vinna og vantaði hjálp eða í hina strákana sem voru hlaupandi út og inn, hoppandi upp og niður og látandi hreinlega eins og bavíanar. ég reyndi svosem að dreifa orkunni á báða hópa en það er sannarlega hægara sagt en gert. sem veldur áhyggjum mínum af stöðu rosalega kláru krakkanna sem þegja og gera það sem þau eiga að gera.
ég var mjög þreytt þegar ég kom heim eftir tveggja tíma törn í gær. ég dáist eftir gærdaginn að grunnskólakennurum sem eru á vígvellinum alla daga fyrir skít og kanel.
pant ekki vera ein af þeim.

Engin ummæli: