einhver sumarbloggleti komin í mína.
nema hvað... í dag sendi makinn mig í kínverskt nudd á skólavörðustíg. þangað mætti ég galvösk og klæddi mig úr að ofan. þegar ég var lögst kom inn ungur kínverskur maður sem ég þekki nú svosem ekki meiri deili á. nema hvað... vippar kauði sér ekki uppá bekkinn og byrjar að nudda á mér bakið með fótunum. mikill fjári hvað ég var nálægt því að fá hláturskast. ég glotti allavega svakalega ofaní gatið á bekknum þar sem ég lá sem skata.
þetta var semsagt skemmtilegt nudd. ég er nú svosem ekki mikið betri, enda stíf eftir kerlu atarna sem krumpaði jarisinn á stuðaranum mínum. en það hlýtur að lagast einhverntíman einhvernvegin.
nema hvað.... eftir nokkra klukkutíma flýgur mín til berlínar. það verður fyrsta helgarferðin mín, fyrsta vinnuferðin mín og fyrsta ferðin mín til berlínar.
ekkert smá fyrst ferð. og ég er að hlakka til. spurning hvort ég nái að sofa eitthvað.
nema hvað... bless á meðan. er skroppin til útlands.
fimmtudagur, maí 29, 2008
föstudagur, maí 23, 2008
nú er ég aldeilis lifandi bit. ég var að fá bréf frá intrum justitia þar sem stendur ,,nú er málið orðið alvarlegt. lokaaðvörun!" meira að segja er upphrópunarmerki. í bréfinu er mér hótað lögfræðiinnheimtu og leiðindum frá og með tuttugasta og áttunda þessa mánaðar. forsagan er sú að sonur minn æfði fótbolta fyrir langa löngu en ákvað að hætta og fara að æfa körfubolta. við létum bara vita af því og allt í góðu. svo fórum við til útlands eins og glöggir muna. eftir að við komum heim fékk ég rukkunarbréf fyrir æfingagjöldum í knattspyrnudeildinni. ég lét vita að þetta væri misskilningur vegna þess að rúmt ár var liðið síðan drengurinn hætti að æfa.
líður nú og bíður og fyrir nokkru fékk ég aftur harðort bréf frá rukkunarfyrirtækinu. ég hringdi enn og aftur og bað um að losna við skrattann atarna. og svo andaði ég rólega. þangað til í dag. nú er ég alveg að verða komin með intrum uppí kok. ég hringdi aftur í knattspyrnudeildarfjandann og bölsótaðist á afar kurteislegan hátt, enda ekki vön því að ráðast munnlega á fólk. ekki líkamlega heldur ef útí það er farið...
og svo skrifaði ég tölvupóst. mikið vona ég innilega að þeir troði blessaðri skuldinni þangað sem sólin eigi skín enda þykja mér svona hlutir með endemum ergjandi og viðurstyggilegir.
svo er það bara júrópartí á morgun.
líður nú og bíður og fyrir nokkru fékk ég aftur harðort bréf frá rukkunarfyrirtækinu. ég hringdi enn og aftur og bað um að losna við skrattann atarna. og svo andaði ég rólega. þangað til í dag. nú er ég alveg að verða komin með intrum uppí kok. ég hringdi aftur í knattspyrnudeildarfjandann og bölsótaðist á afar kurteislegan hátt, enda ekki vön því að ráðast munnlega á fólk. ekki líkamlega heldur ef útí það er farið...
og svo skrifaði ég tölvupóst. mikið vona ég innilega að þeir troði blessaðri skuldinni þangað sem sólin eigi skín enda þykja mér svona hlutir með endemum ergjandi og viðurstyggilegir.
svo er það bara júrópartí á morgun.
þriðjudagur, maí 20, 2008
það er svo gaman að vera best í einhverju. það er líka svo gott að fá að vita að eitthvað sé gert vel og rétt. kvikindið í mér fær gasalegt kikk útúr því að vera borin saman við einhvern annan sem kemur verr út úr samanburðinum.
mér finnst gasalegt vera gasalega skemmtilegt orð. þegar ég nota það fæ ég einhverra hluta vegna einhverskonar miðaldratilfinningu. gasalegt lætur mér finnast ég vera kerling í augnablik. lekkert virkar eins. gasalega lekkert er algjör bomba. kerlingabomba.
nema hvað... ég er greinilega að fara að kenna áfram í emmká. ðett is kúl men.
og ég er góð í sumu.
mér finnst gasalegt vera gasalega skemmtilegt orð. þegar ég nota það fæ ég einhverra hluta vegna einhverskonar miðaldratilfinningu. gasalegt lætur mér finnast ég vera kerling í augnablik. lekkert virkar eins. gasalega lekkert er algjör bomba. kerlingabomba.
nema hvað... ég er greinilega að fara að kenna áfram í emmká. ðett is kúl men.
og ég er góð í sumu.
þriðjudagur, maí 13, 2008
sem minnir mig á það... ég biðst afsökunar á því hversu langan tíma tekur að laga skólavörðustíginn. ég er búin að fatta af hverju þetta gengur svona hægt. karlarnir eru að reyna að vera þarna lengur að vinna eftir að þeir föttuðu að ég þvælist alltaf um íbúðina á nærbuxunum á morgnanna.
smekk-menn.
smekk-menn.
hana. komin vika síðan síðast. gírinn er eitthvað að stríða mér. nú þætti mér líklegt að margir hefðu spurt sig hvað hún hefur verið að gera svona merkilegt síðustu viku sem gæti útskýrt blorgþögnina. en væri ég spurð gæti ég fáu svarað. sæi ég mér mögulegt að skrifa eitthvað hefði ég gert það. hefðu hugmyndir komið upp í kolli mínum eða atburðir átt sér stað sæti ég ekki á honum stóra mínum. þætti mér hinsvegar dagar mínir drifnir óspennandi mætti ég þá heldur halda tranti mínum á mottu stórri. dytti ykkur í hug að mér væri unnt að skrifa heila færslu í uuu...viðtengingarhætti eða skildagatíð eða hvur fjárinn þetta heitir, stæði mér ekki á sama um málið. reyndist ritstíllinn mér þungur í vöfum hætti ég eins og skot.
skot.
og þú þarna guðni.... hvað ert þú að gera hér?
skot.
og þú þarna guðni.... hvað ert þú að gera hér?
þriðjudagur, maí 06, 2008
nú var að fara héðan af söntu maríu einstaklingur sem lyktaði svo illa að við urðum því miður vinsamlegast að biðja hann um að fara. ég hef sjaldan eða aldrei fundið svona mikla og sterka lykt af manneskju.
ég fann einu sinni lykt af dauðum hundi sem hafði legið í sólinni í viku, hann var uppblásinn og lyktaði hrottalega illa. þessi manneskja sem var hérna áðan lyktaði ekki svo illa. hún lyktaði heldur ekki jafn illa og svínið sem líffræðikennarinn fyrrverandi samstarfsmaður minn lét nemendur sína kryfja og var svo stungið í geymslu yfir helgina.
en illa lyktaði hún samt.
svakalegt þegar fólk endar svona.
ég fann einu sinni lykt af dauðum hundi sem hafði legið í sólinni í viku, hann var uppblásinn og lyktaði hrottalega illa. þessi manneskja sem var hérna áðan lyktaði ekki svo illa. hún lyktaði heldur ekki jafn illa og svínið sem líffræðikennarinn fyrrverandi samstarfsmaður minn lét nemendur sína kryfja og var svo stungið í geymslu yfir helgina.
en illa lyktaði hún samt.
svakalegt þegar fólk endar svona.
laugardagur, maí 03, 2008
ætli frumburðinum hafi ekki tekist að leiga eina lélegustu kvikmynd allra tíma í dag. hún er es ví spík í gangi fyrir framan rauðhlaupin augu mín og mér er hreint ekki farið að standa á sama. meistaraverkið heitir bottoms up og skartar fröken parís hilton á kápunni. ég man varla eftir að hafa liðið svona illa yfir kvikmynd síðan við systur leigðum amy´s orgasm.
mig grunar einhvernvegin að mér myndi líða svipað yfir police academy í dag. get ekki ímyndað mér að þær hafi elst vel.
þegar ég var lítil var ég mikill aðdáandi áfram-myndanna sem hétu carry on hitt og þetta á frummálinu. einhverntíman mörgum árum síðar sá ég atriði úr einni þeirra og gerði mér þá grein fyrir karlrembu-rassa-brjósta-klípa-ríða húmornum sem gegnsýrði þær allar. svakalega ekki fyndið. má ég þá frekar biðja um peter sellers myndirnar.
nema hvað. er annars eitthvað að frétta af menningarnæturhugmyndunum mínum?
mig grunar einhvernvegin að mér myndi líða svipað yfir police academy í dag. get ekki ímyndað mér að þær hafi elst vel.
þegar ég var lítil var ég mikill aðdáandi áfram-myndanna sem hétu carry on hitt og þetta á frummálinu. einhverntíman mörgum árum síðar sá ég atriði úr einni þeirra og gerði mér þá grein fyrir karlrembu-rassa-brjósta-klípa-ríða húmornum sem gegnsýrði þær allar. svakalega ekki fyndið. má ég þá frekar biðja um peter sellers myndirnar.
nema hvað. er annars eitthvað að frétta af menningarnæturhugmyndunum mínum?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)