þriðjudagur, maí 20, 2008

það er svo gaman að vera best í einhverju. það er líka svo gott að fá að vita að eitthvað sé gert vel og rétt. kvikindið í mér fær gasalegt kikk útúr því að vera borin saman við einhvern annan sem kemur verr út úr samanburðinum.
mér finnst gasalegt vera gasalega skemmtilegt orð. þegar ég nota það fæ ég einhverra hluta vegna einhverskonar miðaldratilfinningu. gasalegt lætur mér finnast ég vera kerling í augnablik. lekkert virkar eins. gasalega lekkert er algjör bomba. kerlingabomba.

nema hvað... ég er greinilega að fara að kenna áfram í emmká. ðett is kúl men.
og ég er góð í sumu.

Engin ummæli: