einhver sumarbloggleti komin í mína.
nema hvað... í dag sendi makinn mig í kínverskt nudd á skólavörðustíg. þangað mætti ég galvösk og klæddi mig úr að ofan. þegar ég var lögst kom inn ungur kínverskur maður sem ég þekki nú svosem ekki meiri deili á. nema hvað... vippar kauði sér ekki uppá bekkinn og byrjar að nudda á mér bakið með fótunum. mikill fjári hvað ég var nálægt því að fá hláturskast. ég glotti allavega svakalega ofaní gatið á bekknum þar sem ég lá sem skata.
þetta var semsagt skemmtilegt nudd. ég er nú svosem ekki mikið betri, enda stíf eftir kerlu atarna sem krumpaði jarisinn á stuðaranum mínum. en það hlýtur að lagast einhverntíman einhvernvegin.
nema hvað.... eftir nokkra klukkutíma flýgur mín til berlínar. það verður fyrsta helgarferðin mín, fyrsta vinnuferðin mín og fyrsta ferðin mín til berlínar.
ekkert smá fyrst ferð. og ég er að hlakka til. spurning hvort ég nái að sofa eitthvað.
nema hvað... bless á meðan. er skroppin til útlands.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli