miðvikudagur, maí 20, 2009

sú litla er búin að kvarta um í maganum síðan hún kom heim frá vinkonu sinni áðan. svo er hún líka búin að gubba um það bil tíu sinnum. stefnir allt í að ég verði heima á morgun, sem er svosem fínt, mér veitir ekki af tíma til að taka til og gera fínt. og afsökun fyrir að vera inni í góða veðrinu. ég er líka sjálf hálf kvefuð og ætti sennilega ekki að vera að spranga um léttklædd um allt eins og ég veit ekki hver.
og svo er pabbi minn farinn á gaza svæðið. gasalega finnst mér það lítið róandi tilhugsun.

um leið og ég byrjaði að skrifa þessa færslu leit ég á klukkuna neðst í horninu á tölvuskjánum. þá var hún 00:17. Það eru tvær tímasetningar, eða þrjár, sem ég tek alltaf sérstaklega eftir þegar ég lít á klukku og hún er nákvæmlega þetta. það er kl. 12:34 (og þá óska ég mér einhvers), kl. 15:11 (afmælið mitt) og kl. 00:17. ég tek reyndar oftast þessa dagana eftir því að klukkan er afmælið mitt þegar ég tékka. en þetta með núll núll sautján er eitthvað sem ég tengi því að geta ekki sofnað. þegar ég var unglingur átti ég alveg eins rafmagnsvekjaraklukku og brandon í beverly hills 90210, en ég fékk hana í fermingargjöf frá lillý frænku og helmút. nema hvað, einhverra hluta vegna lifði ég í þeirri trú að liti ég á klukkuna áður en ég færi að sofa og hún væri þetta, ætti ég eftir að eiga í erfiðleikum með að sofna. sennilega hefur það einhverntíman hent mig og ég orðið hjátrúarfull. en þetta fylgir mér ennþá. tjah... svona er maður nú ruglöð. haaa....

núna er klukkan svo orðin núll núll tuttugu og fimm, en það breytir samt engu því ég sá hana þegar hún var hitt. ég er samt orðin sybbin og vona að sú litla sofi vært, vel og lengi án þess að þurfa að spúa meiru svo við verðum báðar hressar á samverudeginum okkar.

góða nótt.

ps. ef ég er ódugleg við að blogga er það vegna þess að það er gott veður og ég þar af leiðandi minna inni, skólaárið er búið og ég þar af leiðandi minna við tölvuvinnu og fátt að frétta og ég þar af leiðandi óskaplega lítið skemmtileg eða skapandi eða eitthvað.

Engin ummæli: