laugardagur, maí 30, 2009

tíu dagar síðan ég skrifaði síðast nokkuð af viti. tíu rólegir dagar.
skólinn er nú búinn með pompi og pragt og ég komin í langþráð frí alla leið fram í ágúst.
þessir kennarar!
haaa....

ég er svo líka bara að reyna að hvíla mig aðeins áður en ég fer á eftir ásamt starfsfólkinu mínu á söntu út að eta og drekka og vera glöð. um daginn fór ég með æskuvinkonunum mínum í heilan óvissudag þar sem við átum og drukkum og vorum glaðar, fórum í byssuleik inni í skógi, nostalgíu myndaskoðun, út að borða og í partý. já og út að dansa svo í lokin. daginn eftir var ég þreytt. nú er ég semsagt að reyna að jafna mig alminnilega til þess að skella mér í næstu gleði.
þetta er búin að vera svo mikil törn að ég er að hugsa um að liggja heima og horfa á vídeó næstu tvo mánuði. og borða nammi. mikið af því.

sumargleðin er komin í bæinn.

Engin ummæli: