mánudagur, maí 11, 2009

heilinn er kominn í sumarfrí. kennslu lokið og rigning úti. ég veit ekkert fyrir hvern ég er að blogga lengur.... og ég á tvo nýja kjóla.
ég sef of lengi frameftir á morgnana þar eð ég þarf sjaldan að mæta til vinnu og það er í mörg horn að líta.
svo er júróvisjónpartý á morgun. og það var örlítið matarboð í gærkveld.
ég á líka nýja rauða skó. mjög rauða.
ég samdi ferskeytlur um daginn þar sem ég sat í þögn og fylgdist með nemum þreyta próf. á miðvikudaginn fór ég líka í gönguferð með foreldrum, systur og afkvæmi í kaldársel. fallegt svæði. verst að ég var allan tímann að horfa niður til að detta ekki í grjóti og mosa. fallegt samt þegar maður stoppaði og horfði í kringum sig.
karamba og santa maría eru sætar systur. það þarf samt svolítið mikið að þurrka af þeim slefið og skipta á þeim. ég ætla ekki að eignast fleiri börn.
þetta sumar í miðri kreppu virðist ætla að verða útlandasumarið mikla í mínu lífi. fyrst er það orlofið mitt, svo ætlum við að reyna að skreppa með afkvæmin í örlitla strandferð og að lokum mun ég setja punktinn yfir i-ið með því að gæta tuga drukkinna útskriftarnema í tvær vikur á mallorca. sú ferð verður væntanlega ekki hvíld.
á milli utanlandsferða hyggst ég leika mér í sólinni í nýju kjólunum mínum, fara í sund og sitja á austurvelli.
bara það hætti nú að rigna...
af hverju ætti ég annars að vera að blogga? þetta er bara bull.....

Engin ummæli: