fimmtudagur, júní 02, 2005

ég er ekki góður kennari. ég kann ekki að skamma fólk, ég kann ekki að segja nei, ég ber of mikið traust til ókunnugra, ég trúi að aðrir eigi að hafa dómgreind til að halda kjafti þegar almenn skynsemi kallar á þögn, ég verð sorgmædd yfir áhugaleysi, ég þoli ekki málfræðiheiti og ég kann enga kennslutækni.

í öðrum álíka upplífgandi fréttum er það helst að ég er einhverra hluta vegna að steypast út í bólum á fésinu. gæti verið að ég sé að smitast af unglingaskrílnum... ekki hjálpar til að mér tekst ekki að afgosdrykkja mig.

já, og ég er ekki heldur góð móðir. á laugardaginn borðuðu börnin mín kalda pizzu á körfuboltamaraþoni, á sunnudaginn borðuðu þau bragðlausan fisk, á mánudaginn fengu þau afganginn af bragðlausa fiskinum, á þriðjudaginn borðuðu þau (eða ekki) ofkryddaðan kjúkling og í gær dró ég þau í drekann að éta hamborgara og franskar.
ef ég væri raunverulega einstæð ættum við sennilega öll við offituvandamál að etja.

svo ég haldi nú áfram með góðu fréttirnar gerðist það í morgun að ég sullaði vatni yfir lyklaborðið á tölvunni minni með þeim afleiðingum að það er enn slökkt á henni. nú er ég semsagt við lánstölvu. í tölvunni minni eru öll gögnin sem ég ætlaði að vinna með í dag, skyndiprófið sem átti að vera tilbúið fyrir morgundaginn og tónlistin sem ég ætlaði að nota með hlustunaræfingunni.

einhverra hluta vegna er ég ekkert rosalega hress og skemmtileg ákkúrat í augnablikinu.

Engin ummæli: