föstudagur, júní 10, 2005

jæja, aðeins minna að gera í dag. þetta er allt að koma...
ég lét nemana horfa á konur á barmi taugaáfalls í morgun. semsagt bíómyndina eftir almodovar. nú þegar ég hugsa um það hefði sannarlega verið gaman að geta bókstaflega látið þau horfa á konur á barmi taugaáfalls, en ég er svosem ekki alveg viss hvaða konur ég hefði getað beðið um að mæta.
nema hvað, myndin er frá áttatíuogeitthvað og það sést á henni. en hún er samt skemmtileg. þó get ég ekki sagt að allir átjánárakrakkarnir hafi verið sammála mér. ég býst eiginlega frekar við því að þau telji kvikmyndasmekk minn og húmor frekar slappan, svo ég taki vægt til orða.
það er reyndar alveg satt, sé miðað við húmor og kvikmyndasmekk almennt hjá átjánárakrökkum. en þó eru til undantekningar og það eru þeir sem verða uppáhaldsnemarnir mínir af því þeir kveikja á perunni og glotta á réttum stöðum.
mér þykir mjög vænt um glott. glott eru skemmtileg. bara orðið eitt og sér segir mikið um hvað glott eru frábær. glott. eitt glott, mörg glott, glott er flott og mikið gott lottu skott. ó já.
það er smá föstudagur kominn í frúnna. eða er ég frúna? frúna mína, frúnna minna. já, frúna átti ég við.
seisei.

hvað varð um bílasölu guðfinns?

Engin ummæli: