sunnudagur, október 22, 2006

fór á loftöldurnar í gær. á ekki armband en fékk mig keypta inn á pravda uppúr klukkan tíu í þeim tilgangi einum að berja augum einu manneskjuna sem er búin til nákvæmlega úr sömu genablöndu og ég. samt þykir fæstum við mjög líkar, sem sýnir bara hvursu margt sniðugt getur komið útúr því þegar pabba mínum og mömmu er blandað saman.
nema hvað, hún systir mín og aríaprinsinn hennar, semsagt mágur minn, voru að leika listir sínar undir nafninu fm belfast. drullu var það gaman og drullu eru þau klár.
ég stóð á palli ásamt svilkonu minni og eldri systur mágsins, sem er í óspurðum fréttum að bjóða sig fram í samfylkingunni (og það segir mér fleira gott um hana en margt annað), og horfði stolt á.
frétti síðar að einn af fullu útlendingunum sem voru beint uppvið sviðið var með kynfæri sín hangandi úti allan tímann og þótti nett stressaðri söngkonu það ekki afstressandi en henni tókst með glæsibrag að láta ekki á neinu bera útaf þessum bera, amk. tók ég ekki eftir neinu þar sem ég dillaði mér með bros á milli eyrnanna.

jebb.... það var nú svo og svo var nú það

Engin ummæli: