fimmtudagur, október 26, 2006

mikið ógurlegt ansans hugmyndaleysi hrjáir mig. þegar ég sest fyrir framan tölvuna og hugsa mér til skrifings kemur einhvernvegin ekkert upp á yfirborðið. allt þetta sniðuga sem mér dettur í hug þegar ég ligg og reyni að sofna er einhverstaðar gleymt og grafið í djúpum sálarfylgsnum, eða jafnvel ekki. kannski bara gufað upp í veður og vind. nóg er svosem af veðrum og vindi í þessu landi, oseisei.
mér dettur ekkert í hug til að segja frá úr daglega lífinu. það rúllar bara og ég er alltaf að skána í matargerðarlistum. hef amk orðið lyst á því sem ég elda þó það séu engin listaverk, kannski lystarverk.
mér dettur heldur ekkert í hug til að kvarta yfir úr þjóðlífinu. nóg er um kvartanir út um allt svo ég sé ekki að bæta í þann pytt.
ég var að enda við að lesa rokland hans hallgríms. skemmtileg bók og skemmtileg aðalpersóna sem kvartar yfir því sama og fólk kvartar amk einu sinni í hverju dagblaði sem ég les. hann gerir það bara í þriðjaveldi.
ætli það sé eitthvað til í því að neysla lélegs sjónvarpsefnis hafi sljóvgandi áhrif á heilann?
ég sat tildæmis í aulahrolli mínum og horfði á tyru banks og fyrirsæturnar í gærkveldi. ætli það séu þær sem hafa strokað hugmyndir mínar út í dag? ég spyr mig...
best að passa sig á sjónvarpinu í kvöld og sjá svo hvort ég verð eitthvað gáfulegri á morgun.

Engin ummæli: