laugardagur, október 21, 2006

næst á dagskrá er extreme makeover mental edition. ég hef ákveðið að reyna að minnka froðuna á milli eyrna minna með því að hætta að eyða öllum föstudags og laugardagskveldum fyrir framan fólk að eiga líf í hollívúd á meðan ég sit og soðna í heilanum með tár í augunum yfir þeirra vandamálum og sorgum sem eru ekki einu sinni alvöru.
mig minnir nú að ég hafi kvabbað yfir þessu áður, en aldrei er einu kvabbi ofaukið í ofanálag umfram allt líka.
nú er ég á leið með síðburðinn í göngutúr til að kaupa spilastokk og teninga. svo þarf ég að gramsa eftir dómínókassanum í geymslunni því dómínó er virkilega skemmtilegt spjel.
svo ætla ég að hætta að eyða umframtímanum mínum í að kvarta yfir að gera ekkert og ætla frekar að nota hann í að gera allt þetta sem ég kveinka mér andlega yfir að vera ekki að gera þar sem ég ligg andvaka af kókdrykkju og hugsunum.
já og ég ætla líka að fara að drekka minna kók. (þetta kemur allt í smá bútum)
sem minnir mig á eina málsháttinn (eða orðatiltækið, get einhvernvegin aldrei verið viss um hvað er hvað stundum og yfirleitt eða allavega oft) sem ég hef tekið eftir og tekið mér að leiðarljósi eða mottói eða svoleiðis.
hvert ferðalag hefst á einu skrefi.

fyrsta skref: horfa ekki á sjónvarp í kveld (og er það laugardagskveld)

Engin ummæli: