þriðjudagur, febrúar 20, 2007

nú er ég alveg makalaus. hann flaug til stóra epplisins í gær. ég hringdi í hann á hótelið í gærkveld/nótt svo að hann yrði glaður og ekki einmana.
þetta var víst ansi krömmí flugvallarhótel og dónalegt starfsfólk. sem hann mátti ekki alveg við eftir að hafa verið yfirheyrður á flugvellinum.
svo virðist sem hann eigi nafna sem er eitthvað að gera af sér. minn maður flaug semsagt í gær með maga- og bakverki yfir hafið. svo stóð hann í röð í langan langan tíma til að komast í gegnum vegabréfaeftirlit. þegar röðin kom loksins að honum var honum vippað inn í herbergi þar sem tveir ljótir og pirraðir og dónalegir kallar spurðu hann hranalega hvort hann hefði setið í fangelsi, hvort hann hefði selt dóp, hvurn andskotann hann væri að gera með íslenskt vegabréf verandi mexíkani, hvað hann hefði eiginlega verið að gera til palestínu árið 2002 og næstum því hvort hann hyggðist drepa einhvern, sprengja eitthvað eða selja dóp á þessum hva, 10 klukkustundum sem hann ætlaði að eyða í nágrenni flugvallarins áður en hann ætti næsta flug til föðurlands síns.
makanum mínum var ekkert of vel við bandarísk yfirvöld áður en hann lagði af stað. núna hatar hann þau eftir að hafa upplifað flugvallarhroka, að mega ekki spyrja án þess að þaggað væri niður í honum og að talað væri niður til hans. hann upplifði sig greinilega sekan uns sakleysi væri sannað. það er hættulegt viðhorf.
nú og svo að lokum þegar ekkert fannst í dótinu hans eða í höfðinu hans prumpaði einhver mjög ótrúverðugum afsökunarbeiðnum að honum áður en honum var hleypt skjálfandi á beinunum út af skrifstofunni.
þetta er í annað sinn sem hann lendir í yfirheyrslum. hitt skiptið var þegar ísraelsmenn vildu ekki hleypa honum útúr landinu sínu með vídeó sem hann hafði tekið af palestínskum börnum á spítala, hrundum húsum og þjáningu.
sem betur fer hafði hann sent mér spólurnar í pósti...hehe...
það er nú svo og svo er nú það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

A huge dick in my pussy,any warm wet tounge up my own arse and cum as well as pussy juice all over me.
Fuck, ozzy

Also visit my blog; hcg injections

Nafnlaus sagði...

Hellο, this weеkend іs nice in suρport of
me, because thiѕ time i am rеаding
thіs fantаstic еducatіonal
paragraрh hегe аt my hоuse.


Feel free to surf to mу blog - pauly d steroids
my web site :: how to get steroids online