þriðjudagur, janúar 30, 2007

við hlið mér liggur svoooona stór bunki af ritgerðum, verkefnamöppum, dagbókum og fleira dótaríi sem ég þarf að fara yfir. með rauðum penna. rauðir pennar eru fallegir. bunkinn stækkar eins og óð fluga því á sinn einstaklega krúsídúllulega hátt tekst mörgum nemendum að vera að skila langt framyfir síðustu stundu. og bunkinn stækkar.
ætli ég eigi þetta ekki skilið fyrir að láta þau læra heima blessuð. vissulega væri allt mun rólegra bæði fyrir mig og þau ef við létum alla svona skriffinsku vera, en ætli ég væri þá nokkuð á réttri hillu í lífinu... það myndi menntamálaráðuneytinu allavega ekki þykja. og fleirum. og eiginlega bara mér sjálfri... svo er líka bara gaman að skrifa. fólk virðist samt því miður oft ekki fatta þá staðreynd fyrr en eftir að það er komið útúr skólum. það hefur sennilega eitthvað með það að gera að fólki finnst því vera þröngvað til að skrifa þegar það er í skóla. jújú ég þröngva sosum, en bara af góðmennsku og væntumþykju, enda langar mig til að sjá sem flesta uppfylla þau skilyrði sem uppfylla þarf til að fá hvítu húfuna við ferðalok. og í raun býst ég við því að þau vilji sjálf útskrifast, enda tilgangurinn með skólasetu. þau fatta það bara stundum ekki í amstri hversdagsins þessi sykurpúðarassgöt... mússí mússí.
ef það væri ekki ég þá væri bara einhver annar að segja þeim sömu hlutina. enda liggja pólitískar ákvarðanir að baki en ekki geðþótti minn.
bara ef einhver hefur áhuga á að vita hvað mér finnst.........

svolítið gaman að vera komin hérnamegin við borðið í skólamálum. nú lít ég gömlu kennarana mína öðrum augum. (reyndar ekki alveg alla...en flesta þó)

Engin ummæli: