fimmtudagur, júlí 17, 2008

aldeilis hvað tíminn líður. þessi vika flaug beinlínis hjá.
í gær hélt ég frændsystkinapartý á veitingastaðnum mínum og það var aldeilis gaman skal ég segja þér. við átum, drukkum, drukkum og dönsuðum. fór að sofa þegar sólin kom upp. og sönglaði here comes the sun, little darling...
í dag hafa heilasellurnar mínar bara verið í fríi. ég hef tæplegast getað komið heilli setningu óbrenglaðri frá mér og það eina sem ég gat gert í vinnunni var að rúlla hnífapör inní servíettur. ætli það væri ekki bara best og gáfulegast fyrir mig að slaka á næstu dagana og reyna að losna við allt áfengið úr blóðrásinni. og fá svefn.
en semsagt. almennur heiladauði. í sjónvarpinu er verið að sauma klofið á einhverri konu í kaliforníu af því að hún pissar alltaf á sig þegar hún hnerrar. vaginal rejuvenation heitir það víst. magnaður skítur. ekta sjónvarpsefni fyrir fólk eins og mig á degi sem þessum.

Engin ummæli: