í gær keyrði ég semsagt til hólmó og í dag til baka. ég er ennþá svolítið aum í le derrier eftir allt bílstjórastarfið.
hólmavík var kúl. ég sá reyndar mjög lítið annað en tjaldstæðið, sundlaugina og íþróttahúsið en náði þó smá pínu nostalgíugöngutúr uppundir morgun.
á hólmó tjaldaði ég risastóru tjaldi (ein) á blautu tjaldstæði. svo fór ég í sund og eftir það hófst ættarmótið formlega. semsagt afkomendur litlu langömmu minnar og afa en honum kynntist ég reyndar aldrei. langamma mín var voða lítil og trúuð. lítið kjarnakvendi. en semsagt, við fengum mjög fínan mat og hlustuðum á misfínar ræður. við systkinabörnin lékum leikrit sem var nett súrrealískt en mér skilst að lóa frænka og gunna hafi næstum pissað í sig úr hlátri. og við sungum allir krakkar og við göngum svo léttir í lundu.
eftir það var dansað og að lokum enduðum við nokkur frændsystkinin úti í tjaldi að syngja og spila á gítar og drekka aðeins meira. ég á ógeðslega skemmtileg frændsystkini maður. maður lifandi. maður minn. sum þeirra eru svo mikil krútt að mann langar að borða þau. ég var aðeins farin að narta í handleggina á einum sem er óheilsusamlega mikil dúlla. þegar fór að sjást í beinin og hann var eitthvað farið að svíða í sárið varð ég að hætta. ómögulegt að fólk sé að koma allt lemstrað og plástrað heim af ættarmóti. svo var annar sem mig langaði til að bíta í rassinn en hann var á svo miklum hlaupum allan tímann að ég náði honum ekki. bleyjan hefði hvort eð er sennilega þvælst fyrir mér. svo hann slapp.
já og svo er alveg magnað hvað margir eru fríðir og föngulegir í þessum ættlegg. og alþjóðlegir og klárir og sniðugir. ekki það að ég sé eitthvað að monta mig en hjónin á skriðinsenni hafa greinilega haft góð gen til að bera.
nema hvað. bekk tú læf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli