föstudagur, júlí 25, 2008

í dag fór ég að hugsa um að haustið nálgast. sem er eiginlega skítt því að mér er farið að finnast ansi langt síðan ég sá sólina og þar af leiðandi líður mér varla eins og ég sé stödd í sumri. er þér sama þótt ég stumri yfir humri að sumri?
bíddu ha? er ekki að fara að koma verslunarmannahelgi? er þetta þá ekki bara búið spil? á ég ekki bara að fara að grafa kuldagallana upp? þeir eru varla orðnir rykfallnir eftir þetta litla prumpusýnishorn af sumri. humri.
nei nú er ég bara að vera neikvæð. einhverstaðar verður maður að vera neikvæð.
tókstu eftir þessu? maður - neikvæð? kynjablöndun hér á ferð. jafnrétti í skrifum. það er ég. öll í jafnréttinu. en ég er sko enginn femínisti. neeei. femínistar eru bara órakaðar jussur sem fá aldrei að r... . nei djók. ég er alveg femínisti. víst. hata karlmenn og svona. og þú ættir bara að sjá á mér lappirnar. minnstu svo ekki á handarkrikana ógrátandi. herra hallormsstaðaskógur góðan daginn.
eða ekki. kannski ekki. sennilega. og þó.
ætli þetta með að sofa á óeðlilegum tímum sé farið að hafa áhrif á andlegt heilbrigði mitt? gæti verið. kannski er mitt raunverulega sjálf bara á leið uppá yfirborðið eftir að hafa legið grafið undir lögum af fölskum eðlilegheitum. gæti verið að ég sé alveg ga ga og allir séu löngu búnir að fatta það nema ég? kannski er það þessvegna sem allir eru svona vinalegir. vorkenna þessari þarna klikkuðu.
nei nú er ég bara að bulla. ha. algjör djókari stelpan í dag. ha.
jedúddamía. ég ætti frekar að vera sofandi en skrifandi. ég er varla skrifandi. hvað þá læs. varla vakandi líka ef útí það er farið. af hverju hætti ég þessu þá ekki? hvað á fólk eftir að halda? með valda?
kannski tek ég bara bakpokann minn og læt mig hverfa til timbúktú eða kuala lumpur. ég er svoddan klumpur. (fyndið hvernig lumpur í kuala lumpur rímar samt ekki við klumpur þó að það virðist ríma þegar það er skrifað. það finnst mér fyndið)
mér finnst líka sumir brandarar fyndir. eins og þessi:
a dyslexic walked into a bra...

Engin ummæli: