hvaða blábjána datt eiginlega í hug að dagurinn þyrfti að byrja helst ekki mikið seinna en klukkan 8? ég hreinlega skil ekki svona hugsanagang. ég t.d. myndi afkasta mun meiru ef ég fengi í friði að sofa amk. til klukkan 9 eða 10. þá þyrfti ég heldur ekkert að vera svo lengi í vinnunni því ég væri svo hress. vel útsofin og í stuði. í staðin vakna ég klukkan 7 úfin og fúl og slefa svo stjörf langt framundir hádegi. þá loksins fer ég að hjakka í gang og eftir það er ég fín. svo eru kvöldin öll í steik af því að ég er svo syfjuð eftir að hafa vaknað snemma.
assgotans vitleysa.
búðir opna hvort eð er ekki fyrr en 10 eða 11. af hverju þurfa börnin að vera komin í skólann heilum 2-3 tímum fyrr? skil ekki þessa áráttu.
nema hvað. ég er syfjuð. verð að fara í rúmið. þarf að vakna á morgun.
garg.
mánudagur, ágúst 25, 2008
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
þriðjudagur, ágúst 12, 2008
hana. er nú ekki ég og rassinn á mér á leiðinni í helgarferð til úklands. skyndiákvörðun eins og svo margt sem á sér stað í mínu lífi. ætli þær séu nú ekki bara skít fínar þessar skyndiákvarðanir stundum. án þeirra gerði ég að minnsta kosti mun minna af klikkuðum hlutum og lífið væri síður spennandi.
nema hvað. síðasti séns í langar helgar þar til um jólin, enda er skólaárið í startholunum. skólinn byrjar og málið er dautt. rykið verður dustað af vekjaraklukkunni (sem ég hef sælla minninga ekki notað síðan í lok apríl), og regla kemst vonandi á matmálstíma, svefntíma og annan tíma fjölskyldunnar.
reyndar sér hún nafna mín santa um að viðhalda kaos-elementinu í hinu daglega lífi og það er allt í lagi. það má alveg blanda rútínuna og þynna hana örlítið.
eina þunna rútínu með klaka og sítrónu takk.
nema hvað. sjáumst eftir helgi. góða ferð maja. já takk kærlega.
nema hvað. síðasti séns í langar helgar þar til um jólin, enda er skólaárið í startholunum. skólinn byrjar og málið er dautt. rykið verður dustað af vekjaraklukkunni (sem ég hef sælla minninga ekki notað síðan í lok apríl), og regla kemst vonandi á matmálstíma, svefntíma og annan tíma fjölskyldunnar.
reyndar sér hún nafna mín santa um að viðhalda kaos-elementinu í hinu daglega lífi og það er allt í lagi. það má alveg blanda rútínuna og þynna hana örlítið.
eina þunna rútínu með klaka og sítrónu takk.
nema hvað. sjáumst eftir helgi. góða ferð maja. já takk kærlega.
föstudagur, ágúst 08, 2008
töff kennitöludagur í dag. töff ólimpíudagur í dag. töff geipræd á morgun. við ætlum að skipta um kyn á starfsfólkinu okkar í tilefni dagsins. engin alvarleg aðgerð. bara yfirborðs. litlu latínóunum mínum varð um og ó þegar hugmyndin kom upp en nú eru allir orðnir voða spenntir og kátir. það getur stundum verið erfitt að snappa útúr kynhlutverkunum.
bráðum byrja svo fundir í vinnunni og hjólin fara að rúlla. mig grunar að þau séu orðin örlítið ryðguð en ég ætti að geta hjakkað af stað.
nema hvað... tengdamóðirin komin. nú er heimili mitt fullt af mexíkönum og þessa dagana er ég eini al-íslendingurinn á svæðinu. nema þegar frumburðurinn smalar heim tugum hálf-unglinga sem skilja skóna sína eftir uppum alla veggi og liggja sjálfir eins og hráviði uppum alla sófa og á gólfinu.
jæja, síðburðurinn búinn í sturtu. best að sinna því...
bráðum byrja svo fundir í vinnunni og hjólin fara að rúlla. mig grunar að þau séu orðin örlítið ryðguð en ég ætti að geta hjakkað af stað.
nema hvað... tengdamóðirin komin. nú er heimili mitt fullt af mexíkönum og þessa dagana er ég eini al-íslendingurinn á svæðinu. nema þegar frumburðurinn smalar heim tugum hálf-unglinga sem skilja skóna sína eftir uppum alla veggi og liggja sjálfir eins og hráviði uppum alla sófa og á gólfinu.
jæja, síðburðurinn búinn í sturtu. best að sinna því...
þriðjudagur, ágúst 05, 2008
hæ. afsakaðu að ég hef ekki sinnt þér sem skyldi. það er sko enginn hægðarleikur að vera með börn í sumarfríi, veitingastað á gargandi róli, risavaxið samviskubit yfir undirbúningstrassi fyrir haustið, óvænta afmælisveislu móður í framkvæmd, undirbúning vegna endurkomu tengdamóðurinnar, skemmtanalíf, bókhald, skylduútiveru vegna veðurs og ábyggilega eitthvað fleira á herðunum. þess vegna hefur þú lítið sem ekkert heyrt frá mér.
en nú er svo komið að herðar mínar geta ekki meir. í gær sagði kerfið stopp, búið og bless og í dag er ég lasin. ég er með hor í nefinu, mér er illt í augunum og eyrunum og eiginlega mætti segja að ég væri lítil og aum klessa. og mér líður bölvanlega að geta ekki verið úti í þessu líka fína veðri. (veður-skylduræknistilfinning okkar íslendinga sko).
í staðin fyrir að barma mér yfir öllu því sem ég get ekki gert ætti ég eiginlega að njóta þess að þurfa ekki að gera neitt og geta ekki gert neitt. það er samt erfitt. og ennþá leiðinlegra þegar manni líður eins og risavaxinni hornös.
ekki gefast samt upp á mér....
en nú er svo komið að herðar mínar geta ekki meir. í gær sagði kerfið stopp, búið og bless og í dag er ég lasin. ég er með hor í nefinu, mér er illt í augunum og eyrunum og eiginlega mætti segja að ég væri lítil og aum klessa. og mér líður bölvanlega að geta ekki verið úti í þessu líka fína veðri. (veður-skylduræknistilfinning okkar íslendinga sko).
í staðin fyrir að barma mér yfir öllu því sem ég get ekki gert ætti ég eiginlega að njóta þess að þurfa ekki að gera neitt og geta ekki gert neitt. það er samt erfitt. og ennþá leiðinlegra þegar manni líður eins og risavaxinni hornös.
ekki gefast samt upp á mér....
laugardagur, ágúst 02, 2008
móðir mín á afmæli í dag. við afkomendurnir skelltum upp óvæntu pikknikki í hallargarðinum með köku, blöðrum, freyðivíni og tilheyrandi. svo komu foreldrarnir og við hlupum útúr runnunum og óskuðum kerlu til hamingju. það var fínt. eftir veisluna löbbuðum við heim, mamma með undarlega kórónu á höfðinu og hópurinn skreyttur blómaregnhlífum með blöðrum. við vorum önnustínu-pride. mjög töff.
í kveld er stefnan sett á innipúkann ásamt starfsfólkinu okkar þar sem við munum berja bestu hljómsveit norðan alpafjalla augum, en hún heitir fm belfast. júhú. annaðkveld er svo garðpartý hjá önnu vinkonu. í öllu þessu sumarstuði er nema von að það sé erfitt að koma sér að verki við að láta eins og kennari? ég bara spyr mig. maja... er það von? og ég svara að vörmu spori. nei, það er ekki von.
ég hef séð svörtu spice girl stelpuna, juliu styles, elvis costello, harvey keitel, gael garcia og einn gaur sem ég man ekki hvað heitir. bara svona meðan ég man...
hvaða útlenska fræga fólk hefur þú séð á förnum vegi?
í kveld er stefnan sett á innipúkann ásamt starfsfólkinu okkar þar sem við munum berja bestu hljómsveit norðan alpafjalla augum, en hún heitir fm belfast. júhú. annaðkveld er svo garðpartý hjá önnu vinkonu. í öllu þessu sumarstuði er nema von að það sé erfitt að koma sér að verki við að láta eins og kennari? ég bara spyr mig. maja... er það von? og ég svara að vörmu spori. nei, það er ekki von.
ég hef séð svörtu spice girl stelpuna, juliu styles, elvis costello, harvey keitel, gael garcia og einn gaur sem ég man ekki hvað heitir. bara svona meðan ég man...
hvaða útlenska fræga fólk hefur þú séð á förnum vegi?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)