móðir mín á afmæli í dag. við afkomendurnir skelltum upp óvæntu pikknikki í hallargarðinum með köku, blöðrum, freyðivíni og tilheyrandi. svo komu foreldrarnir og við hlupum útúr runnunum og óskuðum kerlu til hamingju. það var fínt. eftir veisluna löbbuðum við heim, mamma með undarlega kórónu á höfðinu og hópurinn skreyttur blómaregnhlífum með blöðrum. við vorum önnustínu-pride. mjög töff.
í kveld er stefnan sett á innipúkann ásamt starfsfólkinu okkar þar sem við munum berja bestu hljómsveit norðan alpafjalla augum, en hún heitir fm belfast. júhú. annaðkveld er svo garðpartý hjá önnu vinkonu. í öllu þessu sumarstuði er nema von að það sé erfitt að koma sér að verki við að láta eins og kennari? ég bara spyr mig. maja... er það von? og ég svara að vörmu spori. nei, það er ekki von.
ég hef séð svörtu spice girl stelpuna, juliu styles, elvis costello, harvey keitel, gael garcia og einn gaur sem ég man ekki hvað heitir. bara svona meðan ég man...
hvaða útlenska fræga fólk hefur þú séð á förnum vegi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli