þriðjudagur, ágúst 05, 2008

hæ. afsakaðu að ég hef ekki sinnt þér sem skyldi. það er sko enginn hægðarleikur að vera með börn í sumarfríi, veitingastað á gargandi róli, risavaxið samviskubit yfir undirbúningstrassi fyrir haustið, óvænta afmælisveislu móður í framkvæmd, undirbúning vegna endurkomu tengdamóðurinnar, skemmtanalíf, bókhald, skylduútiveru vegna veðurs og ábyggilega eitthvað fleira á herðunum. þess vegna hefur þú lítið sem ekkert heyrt frá mér.
en nú er svo komið að herðar mínar geta ekki meir. í gær sagði kerfið stopp, búið og bless og í dag er ég lasin. ég er með hor í nefinu, mér er illt í augunum og eyrunum og eiginlega mætti segja að ég væri lítil og aum klessa. og mér líður bölvanlega að geta ekki verið úti í þessu líka fína veðri. (veður-skylduræknistilfinning okkar íslendinga sko).
í staðin fyrir að barma mér yfir öllu því sem ég get ekki gert ætti ég eiginlega að njóta þess að þurfa ekki að gera neitt og geta ekki gert neitt. það er samt erfitt. og ennþá leiðinlegra þegar manni líður eins og risavaxinni hornös.
ekki gefast samt upp á mér....

Engin ummæli: