hana. er nú ekki ég og rassinn á mér á leiðinni í helgarferð til úklands. skyndiákvörðun eins og svo margt sem á sér stað í mínu lífi. ætli þær séu nú ekki bara skít fínar þessar skyndiákvarðanir stundum. án þeirra gerði ég að minnsta kosti mun minna af klikkuðum hlutum og lífið væri síður spennandi.
nema hvað. síðasti séns í langar helgar þar til um jólin, enda er skólaárið í startholunum. skólinn byrjar og málið er dautt. rykið verður dustað af vekjaraklukkunni (sem ég hef sælla minninga ekki notað síðan í lok apríl), og regla kemst vonandi á matmálstíma, svefntíma og annan tíma fjölskyldunnar.
reyndar sér hún nafna mín santa um að viðhalda kaos-elementinu í hinu daglega lífi og það er allt í lagi. það má alveg blanda rútínuna og þynna hana örlítið.
eina þunna rútínu með klaka og sítrónu takk.
nema hvað. sjáumst eftir helgi. góða ferð maja. já takk kærlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli