mánudagur, ágúst 25, 2008

hvaða blábjána datt eiginlega í hug að dagurinn þyrfti að byrja helst ekki mikið seinna en klukkan 8? ég hreinlega skil ekki svona hugsanagang. ég t.d. myndi afkasta mun meiru ef ég fengi í friði að sofa amk. til klukkan 9 eða 10. þá þyrfti ég heldur ekkert að vera svo lengi í vinnunni því ég væri svo hress. vel útsofin og í stuði. í staðin vakna ég klukkan 7 úfin og fúl og slefa svo stjörf langt framundir hádegi. þá loksins fer ég að hjakka í gang og eftir það er ég fín. svo eru kvöldin öll í steik af því að ég er svo syfjuð eftir að hafa vaknað snemma.
assgotans vitleysa.
búðir opna hvort eð er ekki fyrr en 10 eða 11. af hverju þurfa börnin að vera komin í skólann heilum 2-3 tímum fyrr? skil ekki þessa áráttu.

nema hvað. ég er syfjuð. verð að fara í rúmið. þarf að vakna á morgun.

garg.

Engin ummæli: