þriðjudagur, nóvember 04, 2008

blessuð skítablíðan. í dag velur kaninn sér kóng og íslendingar halda áfram að kreppa. það er dásamlegt að fylgjast með 6 ára parinu, dótturinni og tengdasyninum, leika sér hér á stofugólfinu alsendis áhyggjulaus.
stundum finnst mér eins og ég hafi ekkert breyst síðan ég var unglamb. stundum finnst mér eins og ég sé eitthvað svakalega að þroskast með aldrinum. samt er ég einhvernvegin alveg sami imbinn og áðurfyrr. bara aðeins dýpri. eða ekki.
einu sinni þegar ég var á milli 13 og 19 samdi ég ljóð. á þeim sama aldri tók ég þátt í allri þeirri leiklist og öllum þeim félagsstörfum sem boðið var uppá. ætli ég hafi ekki verið dýpri þá eftir alltsamant. með aldrinum hefur heili minn og líf fyllst svo svakalega af hversdagslegum og helgidagslegum áhyggjum og umhugsunarefnum að plássið sem ég hafði fyrir sköpunina og frumlegheitin er uppurið. sem er eiginlega hálf dapurt þegar ég hugsa útí það.... af hverju var ég þá að hugsa útí það? tjah...góð spurning.
ætli þetta sé vandamál sem fylgir árunum á milli 20 og 40? börn og bura og sá pakki? ætli ég dýpki aftur uppúr fertugu? mikið væri það notalegt.
þangað til verður hægt að finna mig slefandi með blóðhlaupin augu í kóma fyrir framan sjónvarpið.

Engin ummæli: