ég þoli ekki keðjubréf. verst þoli ég þessi væmnu vina-keðjubréf sem eru full af broskörlum og hjörtum og blikkandi drasli. þessi sem segja þér að þú eigir svona og svona marga vini ef pósthólfið þitt fyllist af sama helvítis bréfinu aftur og aftur. annars muntu deyja ein og yfirgefin. týnd og tröllum gefin.
fékk svoleiðis bréf í gær. blótaði sendandanum í ösku og sand. skrollaði samt af gömlum vana yfir bréfið á meðan ég jós skammaryrðum yfir tölvuna mína. svo kom ég að enda bréfsins sem reyndist alveg jafn drulluvæminn og afgangurinn af bréfinu. samt var eitthvað sem fékk mig til að lesa þennan stutta texta aftur. ég hef ábyggilega lesið þetta áður en í þetta skiptið fannst mér þetta bara eiga eitthvað svo vel við. sendi þetta að sjálfsögðu ekki áfram á neitt póstfang en get samt ekki á mér setið... þetta er klisja en ætli ég þurfi bara ekki á klisjum að halda þessa dagana: Life is short, Break the rules, Forgive quickly, Kiss slowly, Love truly, Laugh uncontrollably, and never regret anything that made you smile.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli