svei mér þá ef ég er ekki bara alveg pass.
en ég á bráðum afmæli. ó já. og þá ætla ég að sötra. og dansa. og syngja. og gleðjast.
skólaönnin er farin að styttast í annan endann og er það vel. nemendur mínar eru orðnar langþreyttar og heilabú mitt hefur sennilega rýrnað um ein 25% eins og peningarnir mínir. eitthvað er jólaspenningur farinn að láta kræla á sér og ég stóð mig að því í gær að velta fyrir mér komandi aðfangadegi og hátíðisdögum öðrum þar í kring. það er eitthvað við afmælistíðina sem hristir upp í uppáhaldarann í mér og mig fer að langa til að halda uppá allan fjandann. ætli ég haldi ekki bara uppá þrítugsafmælið mitt og þrjátíuogfjögurra saman þar sem þrítugsafmælið mitt fór eitthvað fyrir ofan garð og neðan sökum glóðurauga og heilahristings dótturinnar þarna um árið. hún er alveg búin að jafna sig blessunin þannig að ég sé mér fært að sletta úr klaufunum þetta árið svo lengi sem enginn fær þá flugu í höfuðið að láta sig detta á höfuðið á næstu dögum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli