afsakið að ég eyði tíma í að nöldra um vinnuna mína. þú ert bara eina manneskjan sem nennir að hlusta...
nema hvað. í dag var ég með krakka í prófi. ekkert erfiðu prófi, bara prófi. og það var eins og við manninn mælt. einn asni úti í horni á fullu að lesa svindlmiðann sem ég átti ekki að fatta að væri þarna.
í næstum hverju einasta prófi sem ég hef haldið er einhver með miða. í pennaveskinu, á milli fótanna á stólnum, í lófanum, á stólnum við hliðina, undir töskunni... jú neimitt. og þessar elskur halda að ég sjái ekki neitt, sé ekki að fylgjast með eða sé ekki nógu ung og fersk í höfðinu til að fatta þau. en svindlmiðahegðun er ansi hreint útreiknanleg og sýnileg. og trúðu mér að ég er meistari. til þess að geta lesið af miðanum þarf að sjá hann og ekki er hægt að láta hann liggja ofaná prófinu því ég gæti átt það til að rölta um og kíkja. miðinn þarf því að vera á góðum stað þar sem hann hverfur um leið og ég hreyfi mig. en til þess að geta lesið af honum þarf að líta í átt til hans og staldra aðeins við á meðan augun átta sig á því hvaða hluta hans þarf fyrir næsta svar. og það tekur aðeins þá örskotsstundu sem það tekur ofurkennarann hana mig að sjá hvað er í gangi.
um leið og ég fatta fæ ég hjartslátt og roð í kinnar. þoli ekki svona. verð stressuð, skil samt ekki hví. undanfarið er ég þó orðin kaldari í því að ganga bara uppað viðkomandi og taka miðann, enda búin fyrir löngu að átta mig nákvæmlega á því hvar hann er staðsettur. óþolandi helvíti.
til að svindla á prófum eru til fleiri aðferðir en miðar. svo virðist sem nemendur mínir hafi annaðhvort ekki fattað þær eða ég er ekki enn búin að læra að sjá þær í framkvæmd kennaraborðsmegin í stofunni. ég veit þó að þær virkuðu fyrir mig í den nema kennararnir hafi verið of stressaðir til að hanka mig...
fimmtudagur, febrúar 26, 2009
mánudagur, febrúar 23, 2009
lífið já. það er nú meiri rúnturinn. svo mikið af fólki, svo margar upplifanir.
með þátttöku minni í því sem gárungarnir kalla snjáldursskjóðunni, hef ég rekist á heljarinar helling af fólki sem ég þekki í dag eða þekkti áður. suma hef ég ekkert séð síðan ég var ólögráða, aðra hef ég rekist á á förnum vegi og enn aðra held ég stöðugara sambandi við. ég veit ekki hvort ég geti samt sagt að ég þekki í dag alla þá sem ég þekkti sem barn. ætli það megi ekki segja frekar að ég sé að kynnast fullorðnu útgáfunum af börnunum sem ég þekkti. það er líka gaman.
einstaka manneskjur skína skærar í minningunni en aðrar. þetta fólk sem manni þótti svo vænt um þá og sú væntumþykja lifir þó sambandið hafi dofnað út með árunum. fólkið sem á alltaf pláss í hjartanu. það er gott að geta fylgst með hamingju þess á veraldarvefnum.
með þátttöku minni í því sem gárungarnir kalla snjáldursskjóðunni, hef ég rekist á heljarinar helling af fólki sem ég þekki í dag eða þekkti áður. suma hef ég ekkert séð síðan ég var ólögráða, aðra hef ég rekist á á förnum vegi og enn aðra held ég stöðugara sambandi við. ég veit ekki hvort ég geti samt sagt að ég þekki í dag alla þá sem ég þekkti sem barn. ætli það megi ekki segja frekar að ég sé að kynnast fullorðnu útgáfunum af börnunum sem ég þekkti. það er líka gaman.
einstaka manneskjur skína skærar í minningunni en aðrar. þetta fólk sem manni þótti svo vænt um þá og sú væntumþykja lifir þó sambandið hafi dofnað út með árunum. fólkið sem á alltaf pláss í hjartanu. það er gott að geta fylgst með hamingju þess á veraldarvefnum.
sunnudagur, febrúar 22, 2009
föstudagur, febrúar 20, 2009
nú þarf ég að gjöra svo vel og draga höfuðið niður úr skýjunum og útúr rassgatinu á mér (sem vill svo skemmtilega til að er í skýjunum) og fara að einbeita mér.
síðan árið byrjaði hef ég gengið um í leiðslu með hugann út um víðan völl og buxurnar á hælunum í öllu skipulagi. mér finnst gott að vera skipulögð og synd að ég geti ekki verið það nema sárasjaldan. en nú er alveg að verða komið nóg. ég verð, andskotinn hafi það, að setjast niður og hugsa. planleggja. skrifa niður. búa til. hafa markmið og tilgang með því sem ég geri. hætta þessum djöfulsins gufugangi endalaust.
nú er kominn tími til að láta eins og fullorðin manneskja með ábyrgð á herðum sér og standa undir kröfum og væntingum. hætta að fresta öllu útí hið óendanlega og leysa hlutina á eins einfaldan hátt og mér er mögulegt á síðustu stundu.
ég hreinlega verð.
en í dag er föstudagur. ég byrja frekar eftir helgi....
síðan árið byrjaði hef ég gengið um í leiðslu með hugann út um víðan völl og buxurnar á hælunum í öllu skipulagi. mér finnst gott að vera skipulögð og synd að ég geti ekki verið það nema sárasjaldan. en nú er alveg að verða komið nóg. ég verð, andskotinn hafi það, að setjast niður og hugsa. planleggja. skrifa niður. búa til. hafa markmið og tilgang með því sem ég geri. hætta þessum djöfulsins gufugangi endalaust.
nú er kominn tími til að láta eins og fullorðin manneskja með ábyrgð á herðum sér og standa undir kröfum og væntingum. hætta að fresta öllu útí hið óendanlega og leysa hlutina á eins einfaldan hátt og mér er mögulegt á síðustu stundu.
ég hreinlega verð.
en í dag er föstudagur. ég byrja frekar eftir helgi....
fimmtudagur, febrúar 12, 2009
mánudagur, febrúar 09, 2009
annars er minn tími bara kominn. og ef hann er ekki alveg kominn þá mun hann koma.
draugar fortíðar, nútíðar og framtíðar sitja á spjalli frammi í eldhúsi og þeir geta ekki komið sér saman um hvað, hver og hvernig ég er og á að vera. næsta skref er að biðja þá vinsamlegast um að skunda á brott og láta mig í friði svo ég geti sjálf reynt að átta mig á hvað, hver og hvernig ég vil vera. þeir eru bara óttalegar frekjur og ekki auðveldir viðureignar. kannski ég reyni að segja eitthvað dónalegt til að særa þá og gá hvort það virki. annars eru þeir svoddan krútt. einn lítur út eins og afmyndað fermingarbarn með risastórar kinnar, annar er bara nokkuð ágætlega útlítandi en sá þriðji er ögn þokukenndur. eins og hann sé í móðu. mér sýnist hann þó líka bara fínn. ég reyndi að bjóða þeim kaffi en enginn þeirra vildi það. þeir þóttust allir vera of mikil börn til að drekka kaffi. mig grunar að þar sé á ferðinni all svakaleg afneitun.
það hefur þó verið fróðlegt að hafa þá kumpána á reiki í kringum mig undanfarna daga en ætli þetta sé ekki bara orðið gott. ég þarf að fá rými. til að anda. til að hugsa. til að vera.
draugar fortíðar, nútíðar og framtíðar sitja á spjalli frammi í eldhúsi og þeir geta ekki komið sér saman um hvað, hver og hvernig ég er og á að vera. næsta skref er að biðja þá vinsamlegast um að skunda á brott og láta mig í friði svo ég geti sjálf reynt að átta mig á hvað, hver og hvernig ég vil vera. þeir eru bara óttalegar frekjur og ekki auðveldir viðureignar. kannski ég reyni að segja eitthvað dónalegt til að særa þá og gá hvort það virki. annars eru þeir svoddan krútt. einn lítur út eins og afmyndað fermingarbarn með risastórar kinnar, annar er bara nokkuð ágætlega útlítandi en sá þriðji er ögn þokukenndur. eins og hann sé í móðu. mér sýnist hann þó líka bara fínn. ég reyndi að bjóða þeim kaffi en enginn þeirra vildi það. þeir þóttust allir vera of mikil börn til að drekka kaffi. mig grunar að þar sé á ferðinni all svakaleg afneitun.
það hefur þó verið fróðlegt að hafa þá kumpána á reiki í kringum mig undanfarna daga en ætli þetta sé ekki bara orðið gott. ég þarf að fá rými. til að anda. til að hugsa. til að vera.
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
í gær lét ég nemendur þýða stuttan texta úr spænsku á íslensku. þau skildu flest ágætlega innihald spænska textans. það var þegar ég sá íslenskuna þeirra sem ég missti hökuna ofaní gólf. þessir krakkar eru mörg hver orðin svo msn-vædd að þau kunna varla lengur að skrifa annað en skammstafanir og brenglaðar útgáfur af orðum. hópur þeirra varð raunverulega hissa þegar ég sagði þeim að það væri ekki rétt að skrifa talaru, skrifaru, helduru og koddu. það hljóta að vera til krakkar sem halda að akkuru sé orð eða geggt eða nottla eða oní.
á svona stundum nær gamli málfarsfasistinn hún ég ekki upp í nefið á sér.
á svona stundum nær gamli málfarsfasistinn hún ég ekki upp í nefið á sér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)