mánudagur, febrúar 23, 2009

lífið já. það er nú meiri rúnturinn. svo mikið af fólki, svo margar upplifanir.
með þátttöku minni í því sem gárungarnir kalla snjáldursskjóðunni, hef ég rekist á heljarinar helling af fólki sem ég þekki í dag eða þekkti áður. suma hef ég ekkert séð síðan ég var ólögráða, aðra hef ég rekist á á förnum vegi og enn aðra held ég stöðugara sambandi við. ég veit ekki hvort ég geti samt sagt að ég þekki í dag alla þá sem ég þekkti sem barn. ætli það megi ekki segja frekar að ég sé að kynnast fullorðnu útgáfunum af börnunum sem ég þekkti. það er líka gaman.
einstaka manneskjur skína skærar í minningunni en aðrar. þetta fólk sem manni þótti svo vænt um þá og sú væntumþykja lifir þó sambandið hafi dofnað út með árunum. fólkið sem á alltaf pláss í hjartanu. það er gott að geta fylgst með hamingju þess á veraldarvefnum.

Engin ummæli: