annars er minn tími bara kominn. og ef hann er ekki alveg kominn þá mun hann koma.
draugar fortíðar, nútíðar og framtíðar sitja á spjalli frammi í eldhúsi og þeir geta ekki komið sér saman um hvað, hver og hvernig ég er og á að vera. næsta skref er að biðja þá vinsamlegast um að skunda á brott og láta mig í friði svo ég geti sjálf reynt að átta mig á hvað, hver og hvernig ég vil vera. þeir eru bara óttalegar frekjur og ekki auðveldir viðureignar. kannski ég reyni að segja eitthvað dónalegt til að særa þá og gá hvort það virki. annars eru þeir svoddan krútt. einn lítur út eins og afmyndað fermingarbarn með risastórar kinnar, annar er bara nokkuð ágætlega útlítandi en sá þriðji er ögn þokukenndur. eins og hann sé í móðu. mér sýnist hann þó líka bara fínn. ég reyndi að bjóða þeim kaffi en enginn þeirra vildi það. þeir þóttust allir vera of mikil börn til að drekka kaffi. mig grunar að þar sé á ferðinni all svakaleg afneitun.
það hefur þó verið fróðlegt að hafa þá kumpána á reiki í kringum mig undanfarna daga en ætli þetta sé ekki bara orðið gott. ég þarf að fá rými. til að anda. til að hugsa. til að vera.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli