í gær lét ég nemendur þýða stuttan texta úr spænsku á íslensku. þau skildu flest ágætlega innihald spænska textans. það var þegar ég sá íslenskuna þeirra sem ég missti hökuna ofaní gólf. þessir krakkar eru mörg hver orðin svo msn-vædd að þau kunna varla lengur að skrifa annað en skammstafanir og brenglaðar útgáfur af orðum. hópur þeirra varð raunverulega hissa þegar ég sagði þeim að það væri ekki rétt að skrifa talaru, skrifaru, helduru og koddu. það hljóta að vera til krakkar sem halda að akkuru sé orð eða geggt eða nottla eða oní.
á svona stundum nær gamli málfarsfasistinn hún ég ekki upp í nefið á sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli