nú þarf ég að gjöra svo vel og draga höfuðið niður úr skýjunum og útúr rassgatinu á mér (sem vill svo skemmtilega til að er í skýjunum) og fara að einbeita mér.
síðan árið byrjaði hef ég gengið um í leiðslu með hugann út um víðan völl og buxurnar á hælunum í öllu skipulagi. mér finnst gott að vera skipulögð og synd að ég geti ekki verið það nema sárasjaldan. en nú er alveg að verða komið nóg. ég verð, andskotinn hafi það, að setjast niður og hugsa. planleggja. skrifa niður. búa til. hafa markmið og tilgang með því sem ég geri. hætta þessum djöfulsins gufugangi endalaust.
nú er kominn tími til að láta eins og fullorðin manneskja með ábyrgð á herðum sér og standa undir kröfum og væntingum. hætta að fresta öllu útí hið óendanlega og leysa hlutina á eins einfaldan hátt og mér er mögulegt á síðustu stundu.
ég hreinlega verð.
en í dag er föstudagur. ég byrja frekar eftir helgi....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli