miðvikudagur, apríl 29, 2009

er það ekki týpískt að þegar ég á miða til útlanda í skemmtiferð skellur á einhver helvítis grísapest um allan heim. gat nú verið....andskotans djöfull....
nú vona ég bara að stuðið verið liðið hjá áður en ég byrja að pakka niður. nenni ekki að fá far eftir læknagrímu. gæti litið nett hallærislega út.

talandi um pólitík þá fór ég að kjósa um daginn. hélt tryggð við uppeldi mitt og æsku og hallaði mér vel til vinstri. svo virðist sem þjóðfélagið sé að hallast í sömu átt. gott gott. vont slæmt og hræðilegt segja sumir... allt í góðu með það.

horfði á brokeback mountain um daginn. hrikalega sorgleg saga um tvo gaura, kúreka, við skulum kalla þá pálma og jóa til dæmis, man ekki hvað þeir hétu. hrikaleg dramatík. ég grét. minnir þó að ég hafi séð hana áður. grét líka þá.
magnaður skítur.

um helgina ætla ég bara að horfa á gamanmyndir. og fara í afmælisveislu. og drekka bjór. mikið af honum...

Engin ummæli: